Matarveizlan mikla
Góðan dag, gott fólk
Annar hlutinn af okkar nýjustu vinum sendi undirritðum SMS fyrr í dag. Innihald smáskilaboða þessa var, kappinn sá arna er búinn að heyra í Kynnisferðum í sambandi við Vestra í Húsadal, í okkar ástkæru Þórsmörk. Skáli þess er víst laus helgina 21-23.okt komandi. Verðlag er víst kr:1600 per haus.
Nú kemur upp sú smurning um hvernig fólki líst á þessar ráðagerðir? Gott væri að heyra í fólki, í þar til gerðu athugasemdakerfi hér fyrir neðan, um hvað því finnst um þessar hugmyndir. Mér skilst að það þurfi að panta sem fyrst svona ef af þessu verður. Verið nú ei feimin(n) og látið gaminn geysa.
Kv
Manneldisráð V.Í.N.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!