þriðjudagur, september 20, 2005

Le G.B

Jæja, gott fólk! Rétt eins og alþjóð ætti að verða orðið kunnugt þá stefnir V.Í.N. að halda sína árlega Matarveizluna miklu helgina 7-9.okt. Að þessu sinni á aðeins að bregða út af vananum og ekki varð sumarbústaður fyrir valinu, heldur verður að þessu sinni eldað á Hveravöllum. Jú, rétt er það. Halda skal Le. G.B á fjöllum að þessu sinni. Sem er vel. Ætti að vera vel við hæfa að snæða sælkera mat á söguslóðum Fjalla-Eyvindar og Höllu. Kannski að málið sé að ræna vænum sauð á leiðinni og sjóða væna flís af feitum sauð í einum af hverunum sem þarna eru. Hvað um það.
Þarna uppfrá er sitthvað til dundurs að gera og mun jeppadeildin vera í þungum þönkum í sambandi við jeppó á laugardeginum. Sitthvað spennandi þar í gangi.
Manneldisráð hefur að vísu ekki komið saman ennþá. Heyrst hefur að manneldisráð taki öllum hugmyndum um snæðing fagnandi.
Íþróttadeildin er líka að fulla að skipuleggja fyrstu umferðina heimsbikarmóti V.Í.N. í stuttsprellahlaupi. Svo nóg er að gerast í sambandi við veizluna miklu og klukkan er. Að lokum má ekki gleyma að minnast á framhaldsnámskeið hjá Skáldinu í danzmenntum. Það verður mjög áhugavert að taka þátt. Forvitnilegt verður að sjá hvort einhverjir forvitnir einstaklingar mæti til framhaldsnámskeiðahalds.

Þar sem það styttist með hverjum deginum í gleði þessa og lokafrestur til greiðslu er 30.09. n.k væri gaman að sjá einhvern mætingarlista. Þar sem undirbúningsnemd eftirlitsdeildar hefur nú ekki fengið opinberan lista í hendurnar væri vel þegið ef fólk myndi tjá sig í þar tilgerðu athugasemdakerfi, hér fyrir neðan, ef það ætlar með, hefur áhuga að koma, er að hugsa um að koma með eða ætlar bara að hanga heima með öræfaótta. Allt er vel þegið. Er þetta æskilegt svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir í sambandi við mat og far uppeftir.

Kv
Undirbúningsnemd Eftirlitsdeildar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!