þriðjudagur, september 06, 2005

Nr:40000

Þá er komið að því. Nú verður gaman!
Hvað verður svona gaman? kunna ýmsir að spyrja. Jú, því er auðsvarað. Nú er komin í gang hin sígildi, klassíski og síðast en alls ekki síst stór skemmtilega leik um hver verður gestur nr:40000 á hini sívinsælu V.Í.N.-síðu.
Líkt og áður hefur verið gert í álíka leik þá verða glæsilegir viningar og það í nokkrum flokkum. Engu að síður voru það veruleg vonbrigði að gestur nr:35000 skyldi ekki gefa sig fram og þ.a.l. missti viðkomandi af viningum sem afhenda átti við brennuna á Þjóðhátíð 2005. Hvað um það. Ekki svarar kostnaði að velta sér of mikið i fortíðinni heldur líta til framtíðar.
Eins og hér kom fram verða margir glæsilegir viningar. Verðlaunaafhending fer svo fram í næsta Grand Buffet. Keppt verður svo í nokkrum flokkum, líkt og áður var sagt. Eftir mikinn þrýsting frá staðalímyndunarhóp femínistafélagsins ásamt pungmeyjarhóp þess sama félags verður skipt upp í karla- og kvennaflokk. Svona til að gæta alls jafnræðis. Líka verður æsispennandi að fylgjast með sérútbúnum annars vegar og götubílaflokknum hins vegar. Nýliðaflokk og síðan verður eitthvað óvænt.

Nú bara að bíða spennt(ur) og allir að taka þátt í þessum skemmtilega leik.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!