miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Undirbúnings- og eftirlitsferð

Jæja, V.Í.N. fór núna um s.l. helgi í sína fyrstu undirbúnings- og eftirlitsferð inn í Þórsmörk. Fyrir þá tregu þá var þetta fyrsta undirbúnings- og eftirlitsferðin fyrir hina árlegu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð sem farin hefur verið árlega í 131 skipti eða alveg jafn oft og Vestmenn hafa haldið Þjóðhátíð hátíðlega.
Það var nákvæmlega um síðustu verzlunarmannahelgi, er sagnaritarinn sat að drykkju hjá Kidda Rauða í Áshamrinum á fimmtudagkveldinu, sem hann fékk SMS þess efnis að Merkurferð væri fyrirhuguð síðustu helgina í Gústa. Var slíkt samþykkt á þeim stað og stund. Var Jarlaskáldið strax boðað með sem og hófst að boða fólk með alla helgina. Hvernig gekk það svo? Hvernig gekk undirbúningur og hvernig gekk mönnum að sinna lögboðnum eftirlitsskyldum? Hér kemur sagan af því. Afgangurinn lesist á ábyrgð lesenda.


Það leit út fyrir í byrjun vikunnar að hinn sæmilegasti hópur færi innúr á flöskudagskveldinu. Eins og menn vita þá er öræfaóttinnn skæður, leynist víða og á það til að ráðast á menn úr launsátri við ólíklegustu tækifæri. Hvað um það. Eftir stóðu fjórir Strumpar á flöskudeginum sem ætluðu ekkert að láta stöðva sig í Merkur eða öllu heldur Básaferð. Þessir Strumpar voru eftirfarandi:

Jeepastrumpur og Spurningastrumpur á Willy

Fullistrumpur og Strympa á MonteNegro.

Eftir að hafði sést til manns á æskuslóðunum við verzlun á nýlenduvörum var nauðsynlegt að renna aftur í Grafarvoginn til þess að sækja fánastöngina. Því það er nú nauðsynlegt að flagga þegar á fjöllin er komið. Alþjóðin á það skilið að fá að vita þegar V.Í.N. er komið á svæðið og er á svæðinu. Nóg um það. Á leið okkar úr bænum sáum við hina strumpana ásamt því að aka framhjá keppni hinna heilalausu.
Leið okkar lá upp og niður hóla og hæðir uns komið var í Hnakkaville. Þar var gerður stanz á eina virta veitingastaðnum þar í bæ. Ljúfur var hann að vanda. Rétt er við bræðurnir höfðum lokið við að strumpa í okkur kveldmatnum renndu ferðastrumparnir okkar í hlað. Eftir að þeir höfðu lokið við að strumpa bílinn og stumpa í sig matinn var ekkert að vanbúnaði að koma halda för vor áfram. Ekki er laust við að spenningur hafi leynst í maga strumpanna er allir sungu hástöfum ,,Gos, gos, strumpagos það eykur þol og kætir bros´´.
Leiðin lá að vanda um einn leiðinlegasta hluta suðurlandsundirlendsins en þó var bót á málið að dimmt var orðið. Við ökum framhjá söguslóðum lessumyndbandsins sem er alltaf ljúft þrátt fyrir að búið sé að eyðileggja merkilegar söguminjar þess myndbands. Stutt eldsneytisstanz var á Hlíðarenda ásamt því að ferðalangar notuð tækifærið til að strumpa af sér vatni í þar til gerðu salerni ætlað til almennings nota. Að vanda var svo frelsað loft úr hjólbörðum við stæðið á Stóru-Mörk. Gekk það verk vonum framar. Ferðin svo inn eftir var létt og lítið sem ekkert var í ánum, a.m.k ekki mikið mál fyrir Fullastrump á MonteNegro. Er við komum svo í Bása var stumpað sem leið lá í (Smá)Strákagil, en þar var fyrir einn félagi Fullastrumps. Sá kappi er mikil smekkmaður á bíla.
Þrátt fyrir að fulldimmt hafi verið orðið gekk vel að strumpa upp tjöldum. Var Willy nýttur sem rafstöð til að lýsa upp tjaldsvæðið . Er tjöldun var lokið og Fullistrumpur ætlaði að strumpa upp vindsængina sína komst hann að því að tapparnir í vindsænginni urðu eftir í Eyjum frá því mánuði áður. Ákvað því Fullistrumpur að sofa í bílnum a.m.k. fyrri nóttina. Eftir að við höfðum strumpað upp tjöldum gátu bílstjórarnir hafist handa við aðalfundastörf, og þá með fullri einbeitingu. Rifjað var upp Þjóðhátíð með þjóðhátíðardisknum góða ásamt Pottþétt Þórsmörk 2005 með tannpínulagið í fararbroddi. Minnti óneitanlega á eldhústeitið góða. Drukkið var e-ð fram á nótt og nokkrir klassískir símahrekkir voru gerðir um nóttina. Um að gera að láta sofandi fólk vita hvað var gaman hjá okkur strumpunum. ,,Gos, gos strumpagos. Það eykur þol og bætir bros´´
Kíkt var aðeins yfir í Bása en þar var alveg steindautt svo tölt var aftur yfir í (Smá)Strákagil og gleðinni haldið áfram. Fólk skreið svo ofan í poka einhvern tíma undir morgun allir sáttir og glaðir. Að er ekki hægt að enda frásögnina frá flöskudagskveldinu nema að minnast á ,,Gos, gos strumpagos. Það eykur þol og bætir bros´´


Skáldið kom inn tjaldið hjá Stebbalingnum rétt fyrir 13:00 til að vekja mig og tilkynna oss að bongo blíða væri úti. Miðað við hitastigið í tjaldinu var undirritaður ekki alveg að gleypa við því hráu. En viti menn þegar út var komið skein sól í heiði. Krákkarnir að leika sér og um að gera að skella pottunum á grillið. Eftir að hafa stumpað sér á lappir kom í ljós hví ekki var ólíft inní tjaldi vegna hita. Tjaldið stóð í skugga greinilega eitthvað sem maður má gera oftar í útilegum í ókominni framtíð. Hvað um það
Eftir morgunmat, morgunmessu og Mullersæfingar var um að gera að fara koma sér í smá bíltúr. Þegar var verið að gera ferðbúið kom í ljós að einum bjór hafði verið fórnað jeppaguðinum og Bakkusi til.
Félagi Fullastumps var reyndar að gera sig kláran fyrir brottför með pjakkana sína. Var hann samferða okkur að Básum en þar beygðum við til að sækja okkur vatnsbirgðir. Talandi um að sækja sér vatn yfir lækinn. Eftir að hafa komið sér upp vatni og skilað því af sér aftur var ekkert til fyrirstöðu að sulla aðeins. En til þess var nú leikurinn gerður, að hluta til í það minnsta. Það fór vel um alla fjóra strumpana í Willy eða ekki heyrði ég neinn kvarta. Það var sullað í ánum og lækjum uns komið var að söguslóðum við Lónið. Þar var stanzað og stígið út til að rifja upp gamla tíma.
Ekki löngu eftir að við komum að Lóninu sáum við er nýjustu vinir okkur voru að koma á Lata-Krúser. Við að sjálfsögðu veifuðum þeim og reyndum að benda þeim á vað eitt. Ekki lét Haffi blekkjast að þessu sinni en er þau komu þá flautaði Haffi að sínum sið. Honk if you´re horny. Er við höfðum boðið þau velkominn í hópinn og sagt nokkrar sögur lá leiðin aftur í (Smá)Strákagil. E-ð var Strympa ekki sátt við dvölina í Willy og fór yfir í Lata-Krúser. Þá var kátt í höllinni enda mikið af testasteron um borð í Willy. Ekki var blíðan minni við endurkomuna í (Smá)Strákagil og flotlega eftir að Haffi og Edda höfðu komið upp tjaldinu var gerður leiðangur yfir í Bása til þess að þiggja kökur og með því af Útivist.
Eftir smá heilsubótargöngutúr yfir í Bása, þar sem við hittum foreldra Eddu, og hafa hlýtt á misjafnar ræður og misfagran söng fengum við loks kökur og kakó. Allir voru sáttir við fengin hlut. Er komið var aftur yfir í (Smá)Strákagil var haldið áfram þar sem frá var horfið við venjuleg aðalfundarstörf. Tíminn leið og komið var að kveldmat sem var snæddur með bestu lyst og skolað niður með Sam Adams. Rétt meðan var verið að gera klárt fyrir kveldmat renndu hjónin Halli Kristins og Adela í smá heimsókn á sínum fjallabíll. Stönzuðu þau stutt við enda ætluðu þau að tjalda í Básum. Rétt er við vorum að ljúka við að kyngja síðustu matarbitunum kom Hrönnslan. Var hún í hóp góðra manna og kvenna. Með henni voru

Dúllarinn, Ruttlan, Haddi og komu þau á Togaýta Troublecab.

Höfðu þau verið í Landmannalaugum fyrr um daginn og komið svo niður Fjallabak syðra og endað í Goðalandi. Fínasti bíltúr það. Höfðu þau handa við venjuleg aðalfundarstörf ásamt að koma sér upp tjaldi. Grill höfðu þau líka meðferðis. Ástunduðu þau í kjölfarið grillmennsku mikla.
Um 21:00 kom svo Snorri hinn aldni perri ásamt Katý á sínum Galloper. Nú var fullskipað í fyrstu undirbúnings- og eftirlitsferð fyrir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2006. Ekki leið á löngu uns við gerður okkur ferð yfir í Bása til þess að vera við varðeldinn. Þar var margt um manninn m.a. Siggi Úlla stór vinur Jarlaskáldsins eftir Jónsmessuhelgina síðustu. Fulli strumpurinn fór á hrefnuveiðar í vísindaskyni.
Jeepastrumpi var nauðgað og þrátt fyrir ítrekaðar sturtuferðir og ítarlegan þvott í hvert skipti, þá finnst Jeepastrumpi honum alltaf vera jafn óhreinn. Það voru líka óbeinn fórnarlömb við þessa nauðgun og m.a. brotnaði vodkakflaskan hans Fullastrumps sem var í bakpoka Jeepastrumps. En fyrir mestu var að bjórinn slapp. Eitthvað fer fyrir óminnisnegranum eða svona lítið gerðist þarna. Þegar liðið var fram á kveld var ákveðið að tölta til baka fyrir í (Smá)Strákagil og á leiðinni munaði litlu að félagi einn væri fallinn. En allt í einu steinlá Snorri hinn aldni perri. Tókst þó að koma honum á fætur og yfir. Þegar í (Smá)Strákagil var komið aftur var þar góð gleði í gangi. Tekið var þátt í gleðinni af fullum, þá meina ég blindfullum, krafti. Þegar leið á nóttina voru gerðar tilraunir til að hringja í það fólk sem við þekktum og var í bænum með öræfaótta. Gekk það misjafnlega og nenntu sumir að svara en aðrir ekki. Ég er ekki frá því að manni hafi tekist að drekka í sig kjarkinn þarna. Hvað um það. Alltaf klassískt að láta svo aðra vita hvað er nú gaman í Mörkinni sérstaklega án þeirra. Venjuleg aðalfundarstörf heldu svo áfram og var fólk nú eitthvað misduglegt við þau störf. Einhvern tíma um nóttina/undir morgun var komið sér ofan í poka. Aðrir voru lengur að.


Um hádegi á sunnudeginum var strumpað. Eftir morgunmat, morgunmessu og Mullersæfingar var komist að þeirri niðurstöðu að Fullistrumpur væri ekki hæfur til aksturs og var Spurningastrumpur fenginn til að koma bifreiðinni til byggða. Strympa var við það tækifæri sett yfir í Willy. Dúllarinn bjargaði því sem bjargað varð með að strumpa ofan í Fullastrump bjór af sínum neyðarbirgðum. Þegar allir voru svo loks tilbúnir til að fara átti sér stað rangur misskilningur sem varð til þess að ég misskildi liðið e-ð vitlaust. Þau ætluðu í Bása en ekki fundust þau þar. Ekki sáum við þau í Langadal þrátt fyrir að þau væru þar og veifuðu okkur þaðan. Maður tekur bara ekki eftir svona venjulegum jeppum. En er loks tókst að síma í þau þá var beðið við Húsadalsafleggjarann. Er liðið kom var ákveðið að skoða vaðið á Krossá við Húsadal og jafnvel kíkja aðeins inneftir. Er vaðið var fundið og Haffi hafði smakkað á því fylgdum við hin í kjölfarið.
Brunað var sem leið lá í Húsadal og renndum við þar í hlað. Við gerðum úttekt á nýja pottinum þar. Það lítur alveg út fyrir það að bjórinn muni smakkast nokkuð vel þar einhvern tíma í framtíðinni. Rifjaðar voru upp gamlar minningar úr Húsadal og voru þær flestar frá fyrstuhelgarferðum í fjarlægðri fortíð. Skrölt var svo til baka og gaman var að sjá Haffa í Krossánni en allir komust þó yfir svona þokkalega heilir á sál og líkama.
Rallað var sem leið lá að Lóninu og þar gerður stuttur stanz að gömlum vana. Ekkert var svo stanzað fyrr við Stóru-Mörk þar sem loft var endurheimt í belgmikla hjólbarðana. Þar var líka ákveðið að aka sem leið liggur á þjóðvegi 1 uns komið yrði á skyndibitakeðju eina í Hnakkaville.
Ekki klikkaði BBQ-borgarinn þar frekar en fyrri daginn. Er allir voru mettir kvaddist fólk og þar endaði fyrsta undirbúnings- og eftirlitsferð fyrir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2006.
Þakka þeim sem með fóru.

Kv
Undirbúnings- og eftirlitsnemd.

mánudagur, ágúst 22, 2005

Af veðri

„Á föstudag, laugardag og sunnudag: Norðlæg átt með vætutíð norðantil, en björtu veðri syðra. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast sunnanlands.“

Heimild: Veðurstofa Íslands.

Vitiði hvað er sunnanlands? Mörkin.

föstudagur, ágúst 19, 2005

Það voru 3 hreysti menni sem gengu á Skálafell á Hellisheiði í gær. Hefur göngudeildin lokið þá 4 tindum, en undirritaður 5 tindum af 7.



Fylgist spennt með hvaða tind göngudeild VÍN sigrar í næstu viku.

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

7tinda verkefnið

Sælt veri fólkið!

Hvernig væri nú að halda áfram með verkefni vort um tindana 7? Það er sem að manni sýnist sem að spámenn ríkizins hafi lofað okkur sæmilegu veðri annaðkveld eða fimmtudaginn 18.gústa n.k. Sjálfur hef ég nú ekkert sérstakt fjall/fell í huga en Brabrasonurinn var búinn að minnast á eitt í nágrenni Reykjavíkur sem ég því maður man/veit ekki nafngiftina á. Spurning með Skálafell á Hellisheiðinni. En allar tillögur eru vel þegnar. Brottför 19:30??

Kv
Göngudeildin

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Mörkin

Kæru VÍN-verjar nær og fjær og velunnarar þeirra!

Ef svo ólíklega vildi til, að einhverjum þarna úti væri það eigi kunnugt, þá stendur til að VÍN-verjar fjölmenni á stað þann er þeim þykir helgastur, Þórsmörkina sjálfa, síðustu helgina í ágúst, sem mun vera dagana 26.-28. þess mánaðar. Sem fyrr mun náttúruskoðun og almenn rólegheit verða aðalviðfangsefni farar þessarar, þótt ekki verði amast við því vilji einhverjir draga tappa úr flösku eða tveimur. Þá vitið þið það.

föstudagur, ágúst 12, 2005

Ég var að skoða aðalhúsið á Apavatni og það er fullbókað fram að áramótum, þannig við þurfum að róa á einhver önnur mið.

Sá að Danni var hugmynd að VR húsi, það væri fínt að einhver sem er í VR kíkti á það.

mánudagur, ágúst 08, 2005

Jæja það er aldrei of seint að fara að skipuleggja haustið. Stærsti viðburður haustsins er eins og allir Vínverjar vita Gran buffet. Þar sem ég þarf alltaf að skipta mér af öllu þá ákvað ég nú bara að fara að skipuleggja. Helgin 7-9 okt. er hugmyndin. Fólk sem vinnur um helgar er í fríi og fólk sem á börn er barnlaust(eða svo telst mér til). Þannig að ég held að þetta sé málið.
Þá er það staðsetningin. Þar sem Vínverjum fjölgar stöðugt þá eru þessir hefðbundnu bústaðir að verða soldið litlir fyrir okkur. Í því sambandi kom Jarlaskáldið með alveg snilldar hugmynd (sjá: Stóra húsið). Spurning hvort Gústi eða Toggi geti ekki hjálpað í því sambandi. Annars hef ég ekki meiraum málið að segja í bili. Endilega tjáið ykkur.

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Þakgil-Strútslaug

Jæja, V.Í.N. brá undir sig betri bensínfætinum nú um nýliðna helgi og brá sér í stutt ferðalag. Þannig var mál með ávexti að á Þjóðhátíð hafði eiginlega verið ákveðið að mæla sér mót við nýjustu vini okkar, þau Haffa og Eddu, einhverstaðar utan bæjarmarka Reykjavíkur. Líka þótti þetta kjörin ástæða þess að forða sér úr borg óttans og eiga ekki hættu á því að smitast af samkynhneigð. Hvað um það.

Á fimmtudagskveldið s.l. símaði Haffi í sagnaritarann og tjáði mér að hann við við kunnungan stað við Lónið á leið í Þórsmörk. Þar var víst eitt stk. Séra Jóki á bolakafi víst upp að gluggapóstum. Gott til þess að vita að við vorum ekki þau síðustu til að lenda þarna í vandræðum. Á þessu stigi málsins var ekki vitað hvert stefna skildi um helgina enda maður vart búinn að jafna sig eftir þá elleftu. Seinna um kveldið frétti ég að VJ væri á leið inn í Bása með fullt að fólki og reiknaði með að hitta nýjustu vini okkar þar innfrá.

Svo rann upp flöskudagur bjartur og fagur. Það þýddi aðeins eitt langur og leiðinlegur vinnudagur framundan en við endan á deginum var ferð framundan. Sæmilegt það. Nú hófust heimspekilegar umræður um hvert skyldi halda. Þegar líða tók á daginn varð mikil þrystingur um að koma í Þakgil og á endanum varð það úr að fjósa austur í Þakgil á flöskudagskveldinu og eyða þar nóttinni, sjá svo til hvað gjöra skyldi á laugardeginum en leita átti upp e-ð jeppó. Enda jeppadeildin þar á ferð þó svo að aðal jeppinn og eini Jeepinn hafi verið skilin eftir. En úr því verður bætt fljótlega.
Jarlaskáldið renndi svo í hlað um 19:00, á Lilla, til að taka upp Logafoldargreifann. Er allt hafurtask var komið um borð var rúllað í næstu Fold fyrir ofan til að bæta Brabrasoninum við. Eftir að Maggi Móses var kominn ásamt Loga Brandi þurfti að koma við í nýlenduvöruverzlun til að verða sér úti um epli og aðrar nauðsynlegar nýlenduvörur. Eftir verzlunarleiðangur var komið við hjá Grænlendingunum. Þarna var þessi hópur samankominn og hann fylltu

Stebbi Twist
Jarlaskáldið
Maggi Brabra
Á Lilla

Snorri Perri
Katý
Á Galloper.

Ekið var svo austur fyrir holt, hæðir og heiði þar sem Vestmannaeyjar blöstu við með sínum 11.ljúfu minningum. Þarna var farið að skipuleggja næstu Þjóðhátíð. Gaman af því. Þegar suðurlandsundirlendinu var náð og í Hnakkaville komið var stanzað á þar á eina góða veitingahúsinu þar í bæ. Eftir að menn voru orðnir endurnærðir af skíthoppurum var ekkert til fyrirstöðu að njóta þess að aka hinu stór skemmtulegu leið austur að Eyjafjöllum. Ferðin á Vík gekk bara ágætlega fyrir sig og komu mörg góð spakmælin og flest heimsins vandamál voru leyst á staðnum. Stutt bensínstopp í Vík og haldið svo för vor. Eftir beygt hafði verið af hringveginum og ekið framhjá Höfðabrekku þá minnti það mann á framhjólalegu skipti einn og stöðumælir góðan sem Kiddi sá um að setja rétta mynt í reglulega.
Það var svo um 22:30 sem við komum í Þakgil. Engan sáum við á ferðinni en engu að síður var ákveðið að slá upp tjöldum. Það var svo gert og með reglulegum bjórpásum til að tryggja góða tjöldun. Haffi kom svo fljótlega og heilsaði upp á mannskapinn og svo kom VJ ásamt Eddu. Eftir að uppsláttur tjalda var lokið og uppblástur dýna var lokið var hafist handa við venjuleg aðalfundarstörf. Eitthvað fékk bjórinn að hvíla sig, whisky og screw driver fengu að njóta sín í staðin. Ágætis skipti það og hefði komið sér að góðu 31.júlí sl. Nóg um það. Við sátum svo að sulli inní helli frameftir kveldi og nóttu. Hittum nokkra úlla þar illa gekk að sannfæra suma um yfirburði jarðefnaeldsneytis. Kveldið endaði svo inni í Lilli þar sem Glámur og Skrámur í Sælgætislandi fengu svo sannarlega að njóta sín. Undir morgun var gengið til náða.

Það var svo undir hádegi sem litli Stebbalingurinn reis á lappir á laugardeginum. Eftir hið venjubundna þ.e. Mullersæfingar, morgunmat og messu. Þar sem neyðarástand var komið var búið að ræsa út í einokunarverzlun ríkzins í Vík og átti útkall að verða seinni partinn. Í millitíðinni var farin lengri leiðin að Vík. Farin var einhverslóði og endað við Litlu-Heiði í Reynishverfi. Var þetta fínasti slóði og svo ca 37.sinum farið yfir sömu ánna. Þarna hafði bæst í hópinn en eini sem ég þekkti var náttúrulega VJ á Hispa ásamt Snorra mági sínum á nýkeyptum LC80. Held ég að allir hafi haft gaman af þessum bíltúr. Enda varla annað hægt. Þegar við komum svo í Vík gekk illa að hafa upp á ríkiskallinum en í millitíðinni fóru sumir í sund á meðan aðrir kíkju á gömlu Lóranstöðina uppi á Reynisfjalli. Gaman að því en þar uppi á fjallinum var léttur andvari, gott útsýni m.a til eyjunnar fögru í suðri. Þegar við komum svo niður aftur sáum við fótboltavöllinn þar sem okkar maður stóð í markinu. Allt fór þó vel að lokum og allir fengu sinn skáldamjöður. Er uppgjöri var lokið var ekkert til fyrirstöðu að koma sér upp á hálendið. Ekið var austur á leið uns afleggjarnum að fjallabaki var komið og þá beygt til vinstri. Vel gekk að komast upp í sæluna á fjöllum nema hvað á einum bænum áttu þau ekki til kaffi svo það var snúið við og haldið aftur í sömu átt og komið var úr. Bara gaman að því. Stefnan var nú tekin á Skófluklif þar sem átti svo að rölta í áttina að Strút og skella sér í bað í Strútslaug. Það var svo gott sem fullur skáli í Skófluklifi svo það voru bara teknar fallprufarnir á kamrinum þar. Þetta reyndist vera hin allra fínasti vatnskamar þó maður kjósi frekar þá gömlu góðu. Nóg um það.
Við komum svo bílunum eins langt og leyfilegt er skv gildandi lögum. Eftir það voru það bara gönguskórnir sem var málið. Eftir u.þ.b klst gang var komið að Strútslaug. Það skellt sér ofan í með öl í hendi. Verð barasta að segja að Birra Moretti smakkaðist ei síður þarna ofan í en hann gerði í snævi þökktum hlíðum Austurríska/Ungverskakeisaradæmisins. Eftir einhvern tíma þarna ofan í var komið sér upp úr líkt og maður gerir oftast fyrir rest. Þegar við komum svo aftur að bílum og þá var klukkan 22:20 og hungur farið að segja til sín. Fólk var misspennt fyrir að tjalda vitandi um komandi veður spá því var ákveðið að athuga með Hvanngil. Er þangað var komið var eitthvað lítið um líf samt var málið að kanna stemninguna. Nánast allt var fullt í skálanum en laust var í hesthúsinu og ekki var það nú svo góður kostur er betur var að gáð. Fullar tjéllingar yfir fertugt er það skemmtilegast. Það ætti að setja það í lög að eftir fertugsammæli hjá tjéllingar mega þær ekki smakka áfengi þar sem eftir er. Það var þá málið að fara að rúnta aðeins og skoða skála einn við Hattfell. Engin vissi þó nákvæmlega hvar skáli þessi var staðsettur. Haffi hafði einn komið að honum áður en var ekki viss hvar hann var. Eftir smá leit sem engan bar árangur var ákveðið að fara inn a Emstur leið og gá hvort þar væri einhver slóði útfrá. Þennan slóða fundum við og beygðum, alltaf stuð að leita af skála í myrkvi og ætíð vera sjá skála sem svo reynist vera stór steinn. Skálann fundum við að lokum. Þá reynist hann vera læstur og eitthvað fólk þar inni sem hafði læst sig af. Nú varð Haffi skyndilega ekki vinsælasti maðurinn á svæðinu. Eftir djúpar umræður voru bílstjórarnir Nóri og Snorri á því að fara bara heim. En ekki var hægt að fara heim nema fá eitthvað í svanginn. Logi Brandur var tekinn fram, borgar og pyslur voru fíraðar og étnar með bestu lyst. Eins og áður sagði var ekki glæst spá og þarna við Hattfell var farið að hvessa sem og á þeim stöðum sem við höfðum kíkt á fyrr um kveldið ásamt því byrjað var að yrja úr lofti. Eftir grillveizluna var dótinu hans Magga kippt úr Lata-Krúser og ætlaði hann að koma yfir þi Lilla en Nóri var ekki á því að hafa 2.farþega í Lilla svo undirritaður skellti sér yfir í Lata-Krúser meðan mesti hossingurinn átti sér stað. Við komum svo að brekku einni sem brött var niður og ekki síður upp á við. Lati-Krúser fór hana upp í fyrstu tilraun en hinir þurftu nokkar en allir komu þó upp að lokum. Stebbalingurinn sat svo í leðrinu í Lata-Krúser að Einhyrningsflötum. Þar skyldu leiðir og Stebbalingurinn fór yfir í Lilla. Edda og Haffi urðu eftir á hálendinu og ætluðu að halda áfram sumarleyfisför sinni ámeðan við hinn stefnum í borg óttanns. Ágætlega gekk að komast á láglendið nema við týndum slóðanum við Gilsá en fundum engu að síður vað, svo ekki mikið í anni, og svo veginn hinum meginn. Sama átti sér stað við Þórsólfsá þá nema þá beygðu menn í vitlausa átt en gott er hafa reynslubolta með í för sem vita hvert á að fara. Loft var endurheimt við Hlíðarenda ásamt stuttu spjalli við laganaverði. Brunað var svo til byggða með stuttu bensínstanz í Hnakkaville. Maður kom svo í Grafarvoginn rétt fyrir 04:00 aðfararnótt sunnudags. Þar með lauk ferðinni og við sluppum við veðrið.

Svo er aftur næsta helgi. Hvert skal halda þá? Menn eru heitir fyrir að rifja upp för vor niður Eyjafjarðardalinn í lok okt. s.l . Hitta þar nýjustu vini okkar í Nýja-Dal og halda svo för áfram og niður Eyjafjarðardalinn. Kemur allt í ljós. En skyldi maður hafa kjark???

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Jæja, þá er Þjóðhátíð nr:11 hjá sagnaritarnum lokið. Alltaf sama silldin og fer þessi leikandi inn á topp 10 listan yfir bestu Þjóðhátíðirnar. Hvað um það. Rétt eins og glöggir lesendur hafa án efa gert sér grein fyrir þá stóð gleðin fyrir frá því á fimmtudeginum enda má ekki vera minna enn fjórir dagar þegar svona hátíðir eru annars vegar. Dísa tók á móti okkur og skilaði okkur í sérvöruverzluna, síðan til Jóa Listó og Guggu. Þar var tekið höfðingleg á móti okkur og fór mjög vel um okkur í garðinum hjá þessum heiðurshjónum. Ekki kom maður inn í hús nema krafist væri þess að maður fengi sér e-ð í gogginn. Að ógleymdri kjötsúpunni á laugardeginum. Alltaf sama silldin
Fólk skilaði sér svo upp á meginlandið missnemma og litla dýrið ekki fyrr en upp undir hádegi í dag. Að sjálfsögðu urðu tafir á fluginu heim og allt venju skv. Enda V.Í.N. félag mikila hefða. Þarna hitti maður alskonar krakka og gerði líka alskonar vitleysu. Sökum endalausar gleði þessa daga var maður frekar tussulegur í dag þegar maður var boður til vinnu í morgun. Því verður því ferðaskýrslan að bíða betri tíma.

Að lokum vill Stebbalingurinn þakka samferðafólki mínu sem og öllum þeim sem maður hitti og skemmti sér með. Skiptir þá minnstu hvort litli Stebbalingurinn eða viðkomandi muni það eður ei.