mánudagur, ágúst 08, 2005

Jæja það er aldrei of seint að fara að skipuleggja haustið. Stærsti viðburður haustsins er eins og allir Vínverjar vita Gran buffet. Þar sem ég þarf alltaf að skipta mér af öllu þá ákvað ég nú bara að fara að skipuleggja. Helgin 7-9 okt. er hugmyndin. Fólk sem vinnur um helgar er í fríi og fólk sem á börn er barnlaust(eða svo telst mér til). Þannig að ég held að þetta sé málið.
Þá er það staðsetningin. Þar sem Vínverjum fjölgar stöðugt þá eru þessir hefðbundnu bústaðir að verða soldið litlir fyrir okkur. Í því sambandi kom Jarlaskáldið með alveg snilldar hugmynd (sjá: Stóra húsið). Spurning hvort Gústi eða Toggi geti ekki hjálpað í því sambandi. Annars hef ég ekki meiraum málið að segja í bili. Endilega tjáið ykkur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!