þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Mörkin

Kæru VÍN-verjar nær og fjær og velunnarar þeirra!

Ef svo ólíklega vildi til, að einhverjum þarna úti væri það eigi kunnugt, þá stendur til að VÍN-verjar fjölmenni á stað þann er þeim þykir helgastur, Þórsmörkina sjálfa, síðustu helgina í ágúst, sem mun vera dagana 26.-28. þess mánaðar. Sem fyrr mun náttúruskoðun og almenn rólegheit verða aðalviðfangsefni farar þessarar, þótt ekki verði amast við því vilji einhverjir draga tappa úr flösku eða tveimur. Þá vitið þið það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!