sunnudagur, ágúst 07, 2005

Þakgil-Strútslaug

Jæja, V.Í.N. brá undir sig betri bensínfætinum nú um nýliðna helgi og brá sér í stutt ferðalag. Þannig var mál með ávexti að á Þjóðhátíð hafði eiginlega verið ákveðið að mæla sér mót við nýjustu vini okkar, þau Haffa og Eddu, einhverstaðar utan bæjarmarka Reykjavíkur. Líka þótti þetta kjörin ástæða þess að forða sér úr borg óttans og eiga ekki hættu á því að smitast af samkynhneigð. Hvað um það.

Á fimmtudagskveldið s.l. símaði Haffi í sagnaritarann og tjáði mér að hann við við kunnungan stað við Lónið á leið í Þórsmörk. Þar var víst eitt stk. Séra Jóki á bolakafi víst upp að gluggapóstum. Gott til þess að vita að við vorum ekki þau síðustu til að lenda þarna í vandræðum. Á þessu stigi málsins var ekki vitað hvert stefna skildi um helgina enda maður vart búinn að jafna sig eftir þá elleftu. Seinna um kveldið frétti ég að VJ væri á leið inn í Bása með fullt að fólki og reiknaði með að hitta nýjustu vini okkar þar innfrá.

Svo rann upp flöskudagur bjartur og fagur. Það þýddi aðeins eitt langur og leiðinlegur vinnudagur framundan en við endan á deginum var ferð framundan. Sæmilegt það. Nú hófust heimspekilegar umræður um hvert skyldi halda. Þegar líða tók á daginn varð mikil þrystingur um að koma í Þakgil og á endanum varð það úr að fjósa austur í Þakgil á flöskudagskveldinu og eyða þar nóttinni, sjá svo til hvað gjöra skyldi á laugardeginum en leita átti upp e-ð jeppó. Enda jeppadeildin þar á ferð þó svo að aðal jeppinn og eini Jeepinn hafi verið skilin eftir. En úr því verður bætt fljótlega.
Jarlaskáldið renndi svo í hlað um 19:00, á Lilla, til að taka upp Logafoldargreifann. Er allt hafurtask var komið um borð var rúllað í næstu Fold fyrir ofan til að bæta Brabrasoninum við. Eftir að Maggi Móses var kominn ásamt Loga Brandi þurfti að koma við í nýlenduvöruverzlun til að verða sér úti um epli og aðrar nauðsynlegar nýlenduvörur. Eftir verzlunarleiðangur var komið við hjá Grænlendingunum. Þarna var þessi hópur samankominn og hann fylltu

Stebbi Twist
Jarlaskáldið
Maggi Brabra
Á Lilla

Snorri Perri
Katý
Á Galloper.

Ekið var svo austur fyrir holt, hæðir og heiði þar sem Vestmannaeyjar blöstu við með sínum 11.ljúfu minningum. Þarna var farið að skipuleggja næstu Þjóðhátíð. Gaman af því. Þegar suðurlandsundirlendinu var náð og í Hnakkaville komið var stanzað á þar á eina góða veitingahúsinu þar í bæ. Eftir að menn voru orðnir endurnærðir af skíthoppurum var ekkert til fyrirstöðu að njóta þess að aka hinu stór skemmtulegu leið austur að Eyjafjöllum. Ferðin á Vík gekk bara ágætlega fyrir sig og komu mörg góð spakmælin og flest heimsins vandamál voru leyst á staðnum. Stutt bensínstopp í Vík og haldið svo för vor. Eftir beygt hafði verið af hringveginum og ekið framhjá Höfðabrekku þá minnti það mann á framhjólalegu skipti einn og stöðumælir góðan sem Kiddi sá um að setja rétta mynt í reglulega.
Það var svo um 22:30 sem við komum í Þakgil. Engan sáum við á ferðinni en engu að síður var ákveðið að slá upp tjöldum. Það var svo gert og með reglulegum bjórpásum til að tryggja góða tjöldun. Haffi kom svo fljótlega og heilsaði upp á mannskapinn og svo kom VJ ásamt Eddu. Eftir að uppsláttur tjalda var lokið og uppblástur dýna var lokið var hafist handa við venjuleg aðalfundarstörf. Eitthvað fékk bjórinn að hvíla sig, whisky og screw driver fengu að njóta sín í staðin. Ágætis skipti það og hefði komið sér að góðu 31.júlí sl. Nóg um það. Við sátum svo að sulli inní helli frameftir kveldi og nóttu. Hittum nokkra úlla þar illa gekk að sannfæra suma um yfirburði jarðefnaeldsneytis. Kveldið endaði svo inni í Lilli þar sem Glámur og Skrámur í Sælgætislandi fengu svo sannarlega að njóta sín. Undir morgun var gengið til náða.

Það var svo undir hádegi sem litli Stebbalingurinn reis á lappir á laugardeginum. Eftir hið venjubundna þ.e. Mullersæfingar, morgunmat og messu. Þar sem neyðarástand var komið var búið að ræsa út í einokunarverzlun ríkzins í Vík og átti útkall að verða seinni partinn. Í millitíðinni var farin lengri leiðin að Vík. Farin var einhverslóði og endað við Litlu-Heiði í Reynishverfi. Var þetta fínasti slóði og svo ca 37.sinum farið yfir sömu ánna. Þarna hafði bæst í hópinn en eini sem ég þekkti var náttúrulega VJ á Hispa ásamt Snorra mági sínum á nýkeyptum LC80. Held ég að allir hafi haft gaman af þessum bíltúr. Enda varla annað hægt. Þegar við komum svo í Vík gekk illa að hafa upp á ríkiskallinum en í millitíðinni fóru sumir í sund á meðan aðrir kíkju á gömlu Lóranstöðina uppi á Reynisfjalli. Gaman að því en þar uppi á fjallinum var léttur andvari, gott útsýni m.a til eyjunnar fögru í suðri. Þegar við komum svo niður aftur sáum við fótboltavöllinn þar sem okkar maður stóð í markinu. Allt fór þó vel að lokum og allir fengu sinn skáldamjöður. Er uppgjöri var lokið var ekkert til fyrirstöðu að koma sér upp á hálendið. Ekið var austur á leið uns afleggjarnum að fjallabaki var komið og þá beygt til vinstri. Vel gekk að komast upp í sæluna á fjöllum nema hvað á einum bænum áttu þau ekki til kaffi svo það var snúið við og haldið aftur í sömu átt og komið var úr. Bara gaman að því. Stefnan var nú tekin á Skófluklif þar sem átti svo að rölta í áttina að Strút og skella sér í bað í Strútslaug. Það var svo gott sem fullur skáli í Skófluklifi svo það voru bara teknar fallprufarnir á kamrinum þar. Þetta reyndist vera hin allra fínasti vatnskamar þó maður kjósi frekar þá gömlu góðu. Nóg um það.
Við komum svo bílunum eins langt og leyfilegt er skv gildandi lögum. Eftir það voru það bara gönguskórnir sem var málið. Eftir u.þ.b klst gang var komið að Strútslaug. Það skellt sér ofan í með öl í hendi. Verð barasta að segja að Birra Moretti smakkaðist ei síður þarna ofan í en hann gerði í snævi þökktum hlíðum Austurríska/Ungverskakeisaradæmisins. Eftir einhvern tíma þarna ofan í var komið sér upp úr líkt og maður gerir oftast fyrir rest. Þegar við komum svo aftur að bílum og þá var klukkan 22:20 og hungur farið að segja til sín. Fólk var misspennt fyrir að tjalda vitandi um komandi veður spá því var ákveðið að athuga með Hvanngil. Er þangað var komið var eitthvað lítið um líf samt var málið að kanna stemninguna. Nánast allt var fullt í skálanum en laust var í hesthúsinu og ekki var það nú svo góður kostur er betur var að gáð. Fullar tjéllingar yfir fertugt er það skemmtilegast. Það ætti að setja það í lög að eftir fertugsammæli hjá tjéllingar mega þær ekki smakka áfengi þar sem eftir er. Það var þá málið að fara að rúnta aðeins og skoða skála einn við Hattfell. Engin vissi þó nákvæmlega hvar skáli þessi var staðsettur. Haffi hafði einn komið að honum áður en var ekki viss hvar hann var. Eftir smá leit sem engan bar árangur var ákveðið að fara inn a Emstur leið og gá hvort þar væri einhver slóði útfrá. Þennan slóða fundum við og beygðum, alltaf stuð að leita af skála í myrkvi og ætíð vera sjá skála sem svo reynist vera stór steinn. Skálann fundum við að lokum. Þá reynist hann vera læstur og eitthvað fólk þar inni sem hafði læst sig af. Nú varð Haffi skyndilega ekki vinsælasti maðurinn á svæðinu. Eftir djúpar umræður voru bílstjórarnir Nóri og Snorri á því að fara bara heim. En ekki var hægt að fara heim nema fá eitthvað í svanginn. Logi Brandur var tekinn fram, borgar og pyslur voru fíraðar og étnar með bestu lyst. Eins og áður sagði var ekki glæst spá og þarna við Hattfell var farið að hvessa sem og á þeim stöðum sem við höfðum kíkt á fyrr um kveldið ásamt því byrjað var að yrja úr lofti. Eftir grillveizluna var dótinu hans Magga kippt úr Lata-Krúser og ætlaði hann að koma yfir þi Lilla en Nóri var ekki á því að hafa 2.farþega í Lilla svo undirritaður skellti sér yfir í Lata-Krúser meðan mesti hossingurinn átti sér stað. Við komum svo að brekku einni sem brött var niður og ekki síður upp á við. Lati-Krúser fór hana upp í fyrstu tilraun en hinir þurftu nokkar en allir komu þó upp að lokum. Stebbalingurinn sat svo í leðrinu í Lata-Krúser að Einhyrningsflötum. Þar skyldu leiðir og Stebbalingurinn fór yfir í Lilla. Edda og Haffi urðu eftir á hálendinu og ætluðu að halda áfram sumarleyfisför sinni ámeðan við hinn stefnum í borg óttanns. Ágætlega gekk að komast á láglendið nema við týndum slóðanum við Gilsá en fundum engu að síður vað, svo ekki mikið í anni, og svo veginn hinum meginn. Sama átti sér stað við Þórsólfsá þá nema þá beygðu menn í vitlausa átt en gott er hafa reynslubolta með í för sem vita hvert á að fara. Loft var endurheimt við Hlíðarenda ásamt stuttu spjalli við laganaverði. Brunað var svo til byggða með stuttu bensínstanz í Hnakkaville. Maður kom svo í Grafarvoginn rétt fyrir 04:00 aðfararnótt sunnudags. Þar með lauk ferðinni og við sluppum við veðrið.

Svo er aftur næsta helgi. Hvert skal halda þá? Menn eru heitir fyrir að rifja upp för vor niður Eyjafjarðardalinn í lok okt. s.l . Hitta þar nýjustu vini okkar í Nýja-Dal og halda svo för áfram og niður Eyjafjarðardalinn. Kemur allt í ljós. En skyldi maður hafa kjark???

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!