Undirbúnings- og eftirlitsferð
Jæja, V.Í.N. fór núna um s.l. helgi í sína fyrstu undirbúnings- og eftirlitsferð inn í Þórsmörk. Fyrir þá tregu þá var þetta fyrsta undirbúnings- og eftirlitsferðin fyrir hina árlegu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð sem farin hefur verið árlega í 131 skipti eða alveg jafn oft og Vestmenn hafa haldið Þjóðhátíð hátíðlega.
Það var nákvæmlega um síðustu verzlunarmannahelgi, er sagnaritarinn sat að drykkju hjá Kidda Rauða í Áshamrinum á fimmtudagkveldinu, sem hann fékk SMS þess efnis að Merkurferð væri fyrirhuguð síðustu helgina í Gústa. Var slíkt samþykkt á þeim stað og stund. Var Jarlaskáldið strax boðað með sem og hófst að boða fólk með alla helgina. Hvernig gekk það svo? Hvernig gekk undirbúningur og hvernig gekk mönnum að sinna lögboðnum eftirlitsskyldum? Hér kemur sagan af því. Afgangurinn lesist á ábyrgð lesenda.
Það leit út fyrir í byrjun vikunnar að hinn sæmilegasti hópur færi innúr á flöskudagskveldinu. Eins og menn vita þá er öræfaóttinnn skæður, leynist víða og á það til að ráðast á menn úr launsátri við ólíklegustu tækifæri. Hvað um það. Eftir stóðu fjórir Strumpar á flöskudeginum sem ætluðu ekkert að láta stöðva sig í Merkur eða öllu heldur Básaferð. Þessir Strumpar voru eftirfarandi:
Jeepastrumpur og Spurningastrumpur á Willy
Fullistrumpur og Strympa á MonteNegro.
Eftir að hafði sést til manns á æskuslóðunum við verzlun á nýlenduvörum var nauðsynlegt að renna aftur í Grafarvoginn til þess að sækja fánastöngina. Því það er nú nauðsynlegt að flagga þegar á fjöllin er komið. Alþjóðin á það skilið að fá að vita þegar V.Í.N. er komið á svæðið og er á svæðinu. Nóg um það. Á leið okkar úr bænum sáum við hina strumpana ásamt því að aka framhjá keppni hinna heilalausu.
Leið okkar lá upp og niður hóla og hæðir uns komið var í Hnakkaville. Þar var gerður stanz á eina virta veitingastaðnum þar í bæ. Ljúfur var hann að vanda. Rétt er við bræðurnir höfðum lokið við að strumpa í okkur kveldmatnum renndu ferðastrumparnir okkar í hlað. Eftir að þeir höfðu lokið við að strumpa bílinn og stumpa í sig matinn var ekkert að vanbúnaði að koma halda för vor áfram. Ekki er laust við að spenningur hafi leynst í maga strumpanna er allir sungu hástöfum ,,Gos, gos, strumpagos það eykur þol og kætir bros´´.
Leiðin lá að vanda um einn leiðinlegasta hluta suðurlandsundirlendsins en þó var bót á málið að dimmt var orðið. Við ökum framhjá söguslóðum lessumyndbandsins sem er alltaf ljúft þrátt fyrir að búið sé að eyðileggja merkilegar söguminjar þess myndbands. Stutt eldsneytisstanz var á Hlíðarenda ásamt því að ferðalangar notuð tækifærið til að strumpa af sér vatni í þar til gerðu salerni ætlað til almennings nota. Að vanda var svo frelsað loft úr hjólbörðum við stæðið á Stóru-Mörk. Gekk það verk vonum framar. Ferðin svo inn eftir var létt og lítið sem ekkert var í ánum, a.m.k ekki mikið mál fyrir Fullastrump á MonteNegro. Er við komum svo í Bása var stumpað sem leið lá í (Smá)Strákagil, en þar var fyrir einn félagi Fullastrumps. Sá kappi er mikil smekkmaður á bíla.
Þrátt fyrir að fulldimmt hafi verið orðið gekk vel að strumpa upp tjöldum. Var Willy nýttur sem rafstöð til að lýsa upp tjaldsvæðið . Er tjöldun var lokið og Fullistrumpur ætlaði að strumpa upp vindsængina sína komst hann að því að tapparnir í vindsænginni urðu eftir í Eyjum frá því mánuði áður. Ákvað því Fullistrumpur að sofa í bílnum a.m.k. fyrri nóttina. Eftir að við höfðum strumpað upp tjöldum gátu bílstjórarnir hafist handa við aðalfundastörf, og þá með fullri einbeitingu. Rifjað var upp Þjóðhátíð með þjóðhátíðardisknum góða ásamt Pottþétt Þórsmörk 2005 með tannpínulagið í fararbroddi. Minnti óneitanlega á eldhústeitið góða. Drukkið var e-ð fram á nótt og nokkrir klassískir símahrekkir voru gerðir um nóttina. Um að gera að láta sofandi fólk vita hvað var gaman hjá okkur strumpunum. ,,Gos, gos strumpagos. Það eykur þol og bætir bros´´
Kíkt var aðeins yfir í Bása en þar var alveg steindautt svo tölt var aftur yfir í (Smá)Strákagil og gleðinni haldið áfram. Fólk skreið svo ofan í poka einhvern tíma undir morgun allir sáttir og glaðir. Að er ekki hægt að enda frásögnina frá flöskudagskveldinu nema að minnast á ,,Gos, gos strumpagos. Það eykur þol og bætir bros´´
Skáldið kom inn tjaldið hjá Stebbalingnum rétt fyrir 13:00 til að vekja mig og tilkynna oss að bongo blíða væri úti. Miðað við hitastigið í tjaldinu var undirritaður ekki alveg að gleypa við því hráu. En viti menn þegar út var komið skein sól í heiði. Krákkarnir að leika sér og um að gera að skella pottunum á grillið. Eftir að hafa stumpað sér á lappir kom í ljós hví ekki var ólíft inní tjaldi vegna hita. Tjaldið stóð í skugga greinilega eitthvað sem maður má gera oftar í útilegum í ókominni framtíð. Hvað um það
Eftir morgunmat, morgunmessu og Mullersæfingar var um að gera að fara koma sér í smá bíltúr. Þegar var verið að gera ferðbúið kom í ljós að einum bjór hafði verið fórnað jeppaguðinum og Bakkusi til.
Félagi Fullastumps var reyndar að gera sig kláran fyrir brottför með pjakkana sína. Var hann samferða okkur að Básum en þar beygðum við til að sækja okkur vatnsbirgðir. Talandi um að sækja sér vatn yfir lækinn. Eftir að hafa komið sér upp vatni og skilað því af sér aftur var ekkert til fyrirstöðu að sulla aðeins. En til þess var nú leikurinn gerður, að hluta til í það minnsta. Það fór vel um alla fjóra strumpana í Willy eða ekki heyrði ég neinn kvarta. Það var sullað í ánum og lækjum uns komið var að söguslóðum við Lónið. Þar var stanzað og stígið út til að rifja upp gamla tíma.
Ekki löngu eftir að við komum að Lóninu sáum við er nýjustu vinir okkur voru að koma á Lata-Krúser. Við að sjálfsögðu veifuðum þeim og reyndum að benda þeim á vað eitt. Ekki lét Haffi blekkjast að þessu sinni en er þau komu þá flautaði Haffi að sínum sið. Honk if you´re horny. Er við höfðum boðið þau velkominn í hópinn og sagt nokkrar sögur lá leiðin aftur í (Smá)Strákagil. E-ð var Strympa ekki sátt við dvölina í Willy og fór yfir í Lata-Krúser. Þá var kátt í höllinni enda mikið af testasteron um borð í Willy. Ekki var blíðan minni við endurkomuna í (Smá)Strákagil og flotlega eftir að Haffi og Edda höfðu komið upp tjaldinu var gerður leiðangur yfir í Bása til þess að þiggja kökur og með því af Útivist.
Eftir smá heilsubótargöngutúr yfir í Bása, þar sem við hittum foreldra Eddu, og hafa hlýtt á misjafnar ræður og misfagran söng fengum við loks kökur og kakó. Allir voru sáttir við fengin hlut. Er komið var aftur yfir í (Smá)Strákagil var haldið áfram þar sem frá var horfið við venjuleg aðalfundarstörf. Tíminn leið og komið var að kveldmat sem var snæddur með bestu lyst og skolað niður með Sam Adams. Rétt meðan var verið að gera klárt fyrir kveldmat renndu hjónin Halli Kristins og Adela í smá heimsókn á sínum fjallabíll. Stönzuðu þau stutt við enda ætluðu þau að tjalda í Básum. Rétt er við vorum að ljúka við að kyngja síðustu matarbitunum kom Hrönnslan. Var hún í hóp góðra manna og kvenna. Með henni voru
Dúllarinn, Ruttlan, Haddi og komu þau á Togaýta Troublecab.
Höfðu þau verið í Landmannalaugum fyrr um daginn og komið svo niður Fjallabak syðra og endað í Goðalandi. Fínasti bíltúr það. Höfðu þau handa við venjuleg aðalfundarstörf ásamt að koma sér upp tjaldi. Grill höfðu þau líka meðferðis. Ástunduðu þau í kjölfarið grillmennsku mikla.
Um 21:00 kom svo Snorri hinn aldni perri ásamt Katý á sínum Galloper. Nú var fullskipað í fyrstu undirbúnings- og eftirlitsferð fyrir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2006. Ekki leið á löngu uns við gerður okkur ferð yfir í Bása til þess að vera við varðeldinn. Þar var margt um manninn m.a. Siggi Úlla stór vinur Jarlaskáldsins eftir Jónsmessuhelgina síðustu. Fulli strumpurinn fór á hrefnuveiðar í vísindaskyni.
Jeepastrumpi var nauðgað og þrátt fyrir ítrekaðar sturtuferðir og ítarlegan þvott í hvert skipti, þá finnst Jeepastrumpi honum alltaf vera jafn óhreinn. Það voru líka óbeinn fórnarlömb við þessa nauðgun og m.a. brotnaði vodkakflaskan hans Fullastrumps sem var í bakpoka Jeepastrumps. En fyrir mestu var að bjórinn slapp. Eitthvað fer fyrir óminnisnegranum eða svona lítið gerðist þarna. Þegar liðið var fram á kveld var ákveðið að tölta til baka fyrir í (Smá)Strákagil og á leiðinni munaði litlu að félagi einn væri fallinn. En allt í einu steinlá Snorri hinn aldni perri. Tókst þó að koma honum á fætur og yfir. Þegar í (Smá)Strákagil var komið aftur var þar góð gleði í gangi. Tekið var þátt í gleðinni af fullum, þá meina ég blindfullum, krafti. Þegar leið á nóttina voru gerðar tilraunir til að hringja í það fólk sem við þekktum og var í bænum með öræfaótta. Gekk það misjafnlega og nenntu sumir að svara en aðrir ekki. Ég er ekki frá því að manni hafi tekist að drekka í sig kjarkinn þarna. Hvað um það. Alltaf klassískt að láta svo aðra vita hvað er nú gaman í Mörkinni sérstaklega án þeirra. Venjuleg aðalfundarstörf heldu svo áfram og var fólk nú eitthvað misduglegt við þau störf. Einhvern tíma um nóttina/undir morgun var komið sér ofan í poka. Aðrir voru lengur að.
Um hádegi á sunnudeginum var strumpað. Eftir morgunmat, morgunmessu og Mullersæfingar var komist að þeirri niðurstöðu að Fullistrumpur væri ekki hæfur til aksturs og var Spurningastrumpur fenginn til að koma bifreiðinni til byggða. Strympa var við það tækifæri sett yfir í Willy. Dúllarinn bjargaði því sem bjargað varð með að strumpa ofan í Fullastrump bjór af sínum neyðarbirgðum. Þegar allir voru svo loks tilbúnir til að fara átti sér stað rangur misskilningur sem varð til þess að ég misskildi liðið e-ð vitlaust. Þau ætluðu í Bása en ekki fundust þau þar. Ekki sáum við þau í Langadal þrátt fyrir að þau væru þar og veifuðu okkur þaðan. Maður tekur bara ekki eftir svona venjulegum jeppum. En er loks tókst að síma í þau þá var beðið við Húsadalsafleggjarann. Er liðið kom var ákveðið að skoða vaðið á Krossá við Húsadal og jafnvel kíkja aðeins inneftir. Er vaðið var fundið og Haffi hafði smakkað á því fylgdum við hin í kjölfarið.
Brunað var sem leið lá í Húsadal og renndum við þar í hlað. Við gerðum úttekt á nýja pottinum þar. Það lítur alveg út fyrir það að bjórinn muni smakkast nokkuð vel þar einhvern tíma í framtíðinni. Rifjaðar voru upp gamlar minningar úr Húsadal og voru þær flestar frá fyrstuhelgarferðum í fjarlægðri fortíð. Skrölt var svo til baka og gaman var að sjá Haffa í Krossánni en allir komust þó yfir svona þokkalega heilir á sál og líkama.
Rallað var sem leið lá að Lóninu og þar gerður stuttur stanz að gömlum vana. Ekkert var svo stanzað fyrr við Stóru-Mörk þar sem loft var endurheimt í belgmikla hjólbarðana. Þar var líka ákveðið að aka sem leið liggur á þjóðvegi 1 uns komið yrði á skyndibitakeðju eina í Hnakkaville.
Ekki klikkaði BBQ-borgarinn þar frekar en fyrri daginn. Er allir voru mettir kvaddist fólk og þar endaði fyrsta undirbúnings- og eftirlitsferð fyrir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2006.
Þakka þeim sem með fóru.
Kv
Undirbúnings- og eftirlitsnemd.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!