þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Jæja, þá er Þjóðhátíð nr:11 hjá sagnaritarnum lokið. Alltaf sama silldin og fer þessi leikandi inn á topp 10 listan yfir bestu Þjóðhátíðirnar. Hvað um það. Rétt eins og glöggir lesendur hafa án efa gert sér grein fyrir þá stóð gleðin fyrir frá því á fimmtudeginum enda má ekki vera minna enn fjórir dagar þegar svona hátíðir eru annars vegar. Dísa tók á móti okkur og skilaði okkur í sérvöruverzluna, síðan til Jóa Listó og Guggu. Þar var tekið höfðingleg á móti okkur og fór mjög vel um okkur í garðinum hjá þessum heiðurshjónum. Ekki kom maður inn í hús nema krafist væri þess að maður fengi sér e-ð í gogginn. Að ógleymdri kjötsúpunni á laugardeginum. Alltaf sama silldin
Fólk skilaði sér svo upp á meginlandið missnemma og litla dýrið ekki fyrr en upp undir hádegi í dag. Að sjálfsögðu urðu tafir á fluginu heim og allt venju skv. Enda V.Í.N. félag mikila hefða. Þarna hitti maður alskonar krakka og gerði líka alskonar vitleysu. Sökum endalausar gleði þessa daga var maður frekar tussulegur í dag þegar maður var boður til vinnu í morgun. Því verður því ferðaskýrslan að bíða betri tíma.

Að lokum vill Stebbalingurinn þakka samferðafólki mínu sem og öllum þeim sem maður hitti og skemmti sér með. Skiptir þá minnstu hvort litli Stebbalingurinn eða viðkomandi muni það eður ei.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!