mánudagur, júlí 18, 2005

Skáldið mætt á svæðið

Sælinú, VÍN-blogginu hefur borist liðsstyrkur, sem er enginn annar en undirritaður, sjálft Jarlaskáldið. Þetta mun þó að líkindum ekki hafa mikil áhrif á ritstjórnarstefnuna, hér eftir sem hingað til mun hún einkennast af fíflagangi og vitleysu enda er það svo miklu skemmtilegra. En að öðru...

VÍN-verjar skoðuðu Lakagíga og nágrenni um helgina, og tóku tvo nýja félagsmenn inn á reynslusamning við það tækifæri. Fínastasta ferð í alla staði, og þakkar Jarlaskáldið fyrir sig.

Fjölgað hefur í hópi Þjóðhátíðarfara, því þær fregnir voru að berast að Adolf hefði pantað sér flug til Eyja og muni að líkindum sinna siðgæðisvörslu þá helgina, enda engin vanþörf á þar sem þrír vitringar koma saman með Bakkus með í för.

Að lokum minnir Jarlaskáldið á annan áfanga í Sjö tinda sigurgöngunni, í kveld er stefnt að ganga á tind Helgafells við Hafnarfjörð, sem ku vera á fjórða hundrað metra á hæð yfir sjávarmáli. Allir að mæta og ganga af sér spikið!

Annað var það ekki í bili...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!