Erum komnir til Eyja!
Sælt verði fólkið þarna úti. Við bræðurnir erum núna komnir til Heimaeyjar og erum núna staddir hjá Kidda hinum Rauða. Okkur tókst loks að komast hingar þrátt fyrir 70 mín. seinkun á fluginu. Það var bara gaman að því. Hörkustemning varð til á Reykjavík International Airport. Dornierinn skilaði okkur svo örugglega eftir 23 mín. flug með þessu líka skemmtilega aðflugi. Mikið rosalega er nú gaman að fljúga með þessari silld. Hvað um það.
Dísa sótti okkur svo ásamt Tuma og lá leið okkar beint á ská í nýlenduvöruverzlun ríkizins. Þar hitti maður einhvern sem man eftir V.Í.N. úr fyrri landmannalaugaferðinni. V.Í.N. peysurnar að gera sig líkt og fyrridaginn. Gaman að því. Erum núna að vinna að því að drekka okkur í drasl. Gleðilega fyllibyttuhátíð.
Allir að muna svo: Skál í botn og restina í hárið.
Kveðja úr Áshamrinum í Eyjum
Bræðurnir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!