sunnudagur, júlí 10, 2005

Jæja,gott fólk til sjávar og sveita, góðir hálsar nær og fær. Í byrjun vill nemdin þakka öllum þeim sem voru í Básum Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurammælisferð hvort sem þeir voru á vegum V.Í.N. eða bara hitti okkur. Takk fyrir góða skemmtun. Jafnvel aftur að ári. Hver veit? Nóg um það

Núna um næstu helgi eða dagana 15-17.júlí n.k. er ætlunin að fara aftur í ferð. Stefnan er sett að þessu sinni að Laka og Lakagígum. Segir sagan að Adólf sé kom með einhvern skála á Lakasvæðinu og eigum við hann frátekinn þessa tilteknu helgi. Sem er mjög gott. Nú er barasta að fjölmenna á svæðið og vill nemdin hvetja alla til að láta sjá sig. Hvort sem það eru gamlir meðlimir, nýjir eða nýlegir, þeir sem hafa óskað inngöngu og forvitnar stelpur eru hvattir til að koma og njóta sín í faðmi fjalla.

Sú hugmynd hefur kveiknað að vera með læri, eða eins og tjéllingaskáldið orðaði það eitt sinn;læri, læri, læri, tækifæri, á laugardagskveldinu. Í ljósi þessi væri gott að fá að vita með þá sem ætla að láta sjá sig svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafarnir í tíma og rúmi. Upplagt til þess er að brúka athugasemdakerfið hér að neðan til þess arna. Nú er barasta að blása á allan öræfaótta og drífa sig úr bænum með góðu fólki í fallegri náttúru.

Kv
Nemdin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!