þriðjudagur, júlí 19, 2005

Núna mánudagskveldið 18.júlí eða 11.dögum fyrir Þjóðhátíð fækkaði göngudeild V.Í.N. tindunum í 7tindaverkefni sínu um einn. Að þessu sinni var tölt upp á Helgafell eða Holy Mountain í Habnarfirði. Þetta kveldið skipuðu göngudeildina:

Stebbi Twist
VJ
Jarlaskáldið
Tiltektar-Toggi
Frónbúar

Þetta var létt ganga og fín svona á mánudagskveldi. Núna bíður bara sá næsti eftir göngudeild V.Í.N. Ferðin endaði svo með því að vitringarnir 3 verzluðu sér miða á Þjóðhátíð í forsölu á æskulóðum undirritaðs.

Að lokum:10.dagar í Brúðubílinn, þá verður gaman. Það ferð að verða síðasti sjéns að tryggja sér miða og far.


Kv
Göngudeild

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!