mánudagur, júlí 11, 2005

Jæja, þá! Nú er komið að enn einum árlegum viðburðinum hjá V.Í.N. sem er að þessu sinni Þjóðhátíð í Eyjum. Kiddi Rauði var rétt í þessu að fá fréttir af komu okkur. Að sögn kunnugra þá ræður dregurinn sér vart af kæti. Þetta árið verður úrvalsdeildin fremur fámenn eða mun eingöngu saman standa af þremur sómadrengjum, sem eru Stebbi Twist, VJ og Jarlaskáldið. Sagt er að þeir séu ekki búnir að drekka sig niður eftir Selva 2005. Hver veit nema þeim takist það dagana 28.júlí -1.ágúst n.k. Hver veit???

Úrvalssveitin mun að vísu skiptast upp í tvo hluta og mun sá fyrri stíga upp í Dornierinn kl:14:15 á fimmtudeginum og er áætluð lending í Eyjum 30.mín síðar. Þá mun strangur undirbúningur hefjast um leið eins og skreppa í sérvöruverzlun ríksins, þó svo að metið frá í fyrra verði vart slegið, athuga hvernig Dalurinn er o.s.frv. Þetta þýðir líka að Stebbalingurinn og Jarlaskáldið munu koma til með að ná Brúðubílnum á flöskudeginum. Ekki amalegt það.
Síðari helmingurinn kemur svo á flöskudeginum.

Heimkoma er svo áætluð 17:45 og þá mun maður líklegast vart vera til neins gagns né gamans. Engu að síður þá er um að gera fyrir fólk að gera ráðstafarnir til að koma sér til Eyjunnar fögru í suðri. Því nú er með síðasti sjéns að sjá drengi góða á öndverðum þrítugsaldri hegða sér eins og kvartvita. Sér í lagi er kvennfólk innan mengis hvatt til að mæta!!!

Kv
Úrvalsdeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!