mánudagur, júlí 25, 2005

Góða kveldið, gott fólk!

Var núna rétt í þessu að koma úr símanum þar sem símast var við útlönd. Útland þetta er rétt suður af eyju einni norður í höfum. Nema hvað að spjallað var við heiðurshjónin á Bröttugötunni þar sem falast var eftir plássi í garðinum. Ekki var það mikið vandamál, frekar en fyrri ár, söguðst þau hlakka til að hitta okkur. Kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir þetta höfðinglega boð og fyrir frábærar móttökur öll hin fyrri. Nú bíður maður bara spenntur eftir að slá upp tjaldi komandi fimmtudag.

Að öðru en ekki síður mikilvægt og tengt Þjóðhátíð. Það hefur fengist staðfest að Dísa verður á svæðinu. Sem er ekki amalegt, enda þarf daman sú arna að bæta okkur upp missinn frá í fyrra. þar verður hún ásamt sinni litlu stórfjölskyldu. Ekki er enn vitað hvor foreldrar hennar, Diddi og Margrét, verði á svæðinu. En von okkar er sú. Þetta verður bara silldin ein.

Svo að lokum.
Það er alveg kominn tími á að gera skemmilegan leik. ,,Hvað kann það að vera´´ kunna sjálfsagt margir að spyrja. Því er auðsvarað. Svarið er náttúrurlega: Hver verður gestur nr:35000. Að vanda verða ótal glæsilegra vinninga að heildarverðmætum allt að 300.ísl.kr.
Núna í þessum skemmtilega leik eru að vísu komnar reglur. Þær eru að að heppinn gestur nr:35000 verður að vera kominn og búinn að gefa sig fram í síðasta lagi kl:13:00 fimmtudaginn 28.júlí komandi.
Þeim heppna verða svo veittir viningar í Herjólfsdal við hátíðlega athöfn. Skv venju verða verðlaun í kvenna og karlaflokki. Nóg að sinni


Kv
Nemdin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!