miðvikudagur, desember 18, 2002
Í tilefni þess að nú styttist óðum í Ítalíuför okkar Vínverja ákvað ég nú að skoða þessar síður sem hann Vignir vísaði okkur á. Þetta lítur nú bara asskoti vel út. Fullt af snjó og búið að opna slatta af lyftum. Ég held að við getum nú bara farið að vera nokkuð spennt. Ekki það að ég sé ekki búin að vera spennt. En þetta er nú ekki ástæðan fyrir því að ég læt loks í mér heyra á þessari síðu. Nei ég hef nú fréttir að færa Vínverjum. Hann Óli Björgvin gamli vinur okkar, sem allir ættu nú að muna eftir þó ekki hafi sést til hans í langan tíma, er fluttur inn til kærustunnar. Bara orðinn fjölskyldumaður og farinn að skipta á kúkableyjum. Ég segi nú ekki annað en það að allt getur gerst og fyrst þetta er að gerast þá virðist enn vera von fyrir okkur Vinverja. Þó að það megi nú alveg taka barnið út úr dæminu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!