Örlítið fyrir þau okkar sem eru að fara til Ítalíu: Hitti mann á förnum vegi sem hafði komið til Val di Fiemme og gist á sama hóteli og við stefnum á. Hann hafði svipaða sögu og við höfðum áður heyrt þe. að þetta væri fínt hótel (og þá sérstaklega maturinn), skíðasvæðið væri gott og mikið af snjóbyssum. Helsta vandamál okkar er hins vegar það að partýstemmning á svæðinu væri með daprara móti en við ættum að geta ráðið fram úr því eins og alltaf þegar við erum á ferðinni. Varðandi Mílanóferð sagði hann að akstur þangað tæki um 3,5 - 4 klst. og best væri líklega að leigja bíl til að koma sér þangað. Eftirfarandi eru helstu síðurnar með upplýsingum um svæðið (þe. sem ég hef rekist á):
Hér er kort af svæðinu.
Hér eru vefmyndavélar.
Hér má sjá allt um veðrið og snjóinn
Hérna er allskonar óskiljanlegt dót á Ítölsku.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!