mánudagur, desember 09, 2002
Eins og alþjóð vissi þá stefndi V.Í.N. að aðventuferð um síðustu helgi. Einhver öræfaótti hljóð í menn á fimmtudeginum og fór þar Kæri Sáli fremstur í flokki. Beiti hann lágkúrulegum sálfræðibrögðum til að tala okkur af ferð. Nema hvað ekki voru allir alveg sáttir við þennan öræfaótta sem hafði héltekið V.Í.N.-liða var rætt um að fara eitthvað á laugardeginum. Kom sú frumlega hugmynd upp að kíkja aðeins í Landmannalaugar. Var sú hugmynd samþykkt við fyrsta enda kominn tími á að halda fimmtu umferð heimsbikar móti V.Í.N. í léttsprettsprellahaupi. Ástand manna var ansi misjaft á laugardaginn heilsubrestur var hjá einum, vinna hjá öðrum og svo almennt tapsárindi hjá þeim þriðja. Sem sagt ekki góð blanda til fjallaferða þannig að menn ákvaðu að bíða með brottför fram eftir kvöldmat. Er undirritaður kom heim til VJ til að hann gæti sótti fjallavagninn í vinnuna sína rúmlega níu. Þá var hinn frábæri þáttur Popppunktur í gangi og urðu ferðafélagarnir að horfa á HAM vinna glæsilegan sigur á skítabandinu Í svörtum hönskum. HAm er komið í úrslit og á stuðning VÍN vísan. Eftir að HAM sigraði var ekkert að vanbúnaði og sækja Hliðrunarsparkið og halda svo sem leið lá í Grafarvoginn að pikka Magga Brabrasoninn og svo Twistinn. Loks var lagt að stað áleiðis til fjalla eftir að hafa komið við í 10-11 í Hamrahverfinu. Stuttur stans var gerður í effemmhnakkabælinu Selfossi þar sem bílstjórinn gæddi sér á pulsu með bestu lyst á meðan Maggi fékk símtal frá fyrrum nýlenduherrum Íslendinga og var sagt að tala við Hjördísi úr Árbæjarskóla. Voru Íslendingar erlendis víst ansi vel í skál og búnir að teiga gott magn að Tuborg og Carlsberg. Það var víst þjóðernishyggjan sem réð ríkjum hjá okkur Magnúsi og glöddust við yfir þriðja besta bjór í heimi með bestu lyst. Eftir að Vignir hafði sporðrennt pylsunni var gert annað pitstop, þarna í höfuðvígi effemmhnakka, til að setja þar til gerðan orkuvökva á ofur Sukkuna. Gekk nú ferðin frekar tíðindalaust fyrir sig með ljúfa tóna frá Nick Cave á geislanum. Hélst bar til umræðu með staðsetningu tilvonandi virkjun Landsvirkjunnar með Núpsvirkjun. Þarna var farið að bera á ísingu á veginum svo það var aðeins slegið af. Þegar við komum í Hrauneyjar var það fjör á bæ. Einn var vel í bjór og var að renna að afbjóra sig með að þamba kaffi í miklu magni. Eftir smá spjall þar sem sumir reundu að æsa upp Patrol mann með litlum árangri og þessi með kaffið hafði gríðarlega áhyggjur af því að Vignir hafði lagt yfir kóreskan smábíl. Þessir aðilar voru svo elskulegir að benda og vara okkur við að mikið hefði verið í Kvíslinni og Heita læknum við Landmannalaugar. Höfðu þau svo miklar áhyggjur að þau voru ekki í rónni fyrr enn að við vorum komnir með símann hjá þeim ef það skyldi gerast að allt færi á versta veg. Eftir heimsókn á klósettið þar sem bjórinn þurfti að skola sér út og eftir að Vignir hafði gert áfengiskaup sem samanstóðu af tveimur Tuborg í dósum, ekki slæmt að hafa svona áfengisútsölu á fjöllum og líka verður að hrósa þeim fyrir rúman opnunartíma eitthvað sem Mjólkurbúð Höskuldar mætti taka sér til fyrirmyndar, var ekkert til fyrirstöðu að fjósa af stað. Ekki gerðist mikið markvert á leiðinni nema hvað að allt er snjólaust enn þunnur ís á pollum og vötnum. Á einum stað var nokkuðð stór pollur í einni lægðinni eftir að hafa aðeins smakkað og sumir orðnir blautir í lappirnar eftir að hafa kannað aðstæður var tekinn smá krókur og krægt framhjá. Lítið mál fyrir vana karla og ofur Hliðrunarsparkið. Á Frostastaðahálsi var ca einn hálfur skafl sem var ekki til vandræða. Er við komum að Kvíslinni höfðum við orð félaga okkar í huga en þau orð voru fljót að gleymast því ekkert var í Kvíslinni nema hvað hun hafði grafið sig og bakkarnir voru háir samt ekkert til vandræða bara að þræða framhjá. Sjaldan hefur maður séð jafnlítið í Heita læknum. Gaf það mönnum ástæðu til bjatsýni með að laugin yrði góð. Þegar við komum að bílastæðinu við skálann var ekki nokkur kjaftur á staðnum, okkur til mikillar gleði og jafnframt undrunar. Eftir að bílnum var lagt tökum við allt okkar hafurtask og réðumst til inngöngu í skálann og hertökum Koníakstofuna sem hefur að vísu fengið nafnið Kvistir (sem rímar við Twistur, sem er magnað). Við komum okkur fyrir enn að vísu áttum við í erfiðleikum með að koma rafmagni í gang, ætti þetta að sanna það í einn eitt skiptið að rafmagn er ekki til og hér með legg ég til að Ferðafélag Íslands komi sér upp glussakerfi. Eftir þessar svaðilfarir veð rafmagnið þá drukkum aðeins meira öl og áttum súkkulaði. Nú var lag að gera sig klárann fyrir léttsprettsprellahlaup. Fimmta umferð í heimsbikarmóti gekk vel og verða úrslit kunn síðar. Það verður samt að segjast að laugin var léleg köld og misheit. Það er eitthvað sem maður vill síður þar vöru teigaðir tveir bjórar og eftir að þeir kláruðust var spett úr spori inn á skála. Þar gæddi maður sér á einum jólabjór ,frá sömu þjóð og seldi okkur myglað kjöt og maðgað mjöl í margar aldir í skjóli einokunar, eftir að hafa gætt sér á þessum guðaveigum var farið að sofa. Það sáfu allir eins og ungabörn enda veitti ekki af. Við vöknuðum svo einhvern tíma rétt fyrir hádegi á sunnudeginum og tók þá morgunmatur við ásamt lestri blaða þar sem Jungle Jil var í aðalhlutverki í einu þeirra. Eftir lestur og hádegismessu var lagt í hann. Rétt eftir brottför mættum við tveimur Patrolum með ulla eða eitthvað álíka um borð. Þarna sýndum við hvar Davíð keypti ölið. Það er alveg óhætt að segja það ekkert merkilegt gerðist á leið okkar til byggða. Okkur til mikillar leiðinda þá urðum við ekki varir við jólasveina eða foreldra þeirra. Þannig að okkur tókst ekki að koma óskalista til þeirra bræðra um hvað okkur langar í skóinn þessi jólinn. Það var stoppað í Hrauneyjum þar sem einn þurfti að skella sér á biskupinn til þessa að tefla við páfann. Eftir að við höfðum yfirgefið Hrauneyjar þá kom upp sú hugmynd að skella okkur í sund. Eftir að hafa komið við í Árnesi og komist að því að þar ´se sundlaugin lokuð í desember, janúar og febrúar ekki nóg með það heldur er líka laugin í Brautarholti lokuð á sunnudögum. Þannig að það var ákveðið að kanna með sundlaugina í Reykholti í Biskupstungum væri opinn. Viti menn, eftir að hafa ekið framhjá Skálholti og rifjað upp sögu Ragnheiðar biskupsdóttir, þá var laugin í Reykholti opinn. Þetta er alveg hinn ágætasta laug þó svo að nýtingin hafi ekki verið með besta móti. Sundlaugin missir einn sundkút fyrir að hafa rennibrautina lokaða svo ég get ekki gefið meira enn **. Eftir að við komum úr lauginni vel soðnir eftir heitupottana var að samdóma álit ferðafélaga að þessi sem var að vinna í sundlauginni væri hreppsmeistari kvenna í þrístökki. Á heimleiðinni hlustuðum við á Rokkland í grenjandi rigningu og þannig endaði aðventuferð V.Í.N. 2002. Þegar öllu er á botninum hvolt þá fínnasta ferð og við við fórum úr bænum létum engan öræfaótta stoppa okkur. Nú er barasta að gera klárt fyrir millijólaognýársferð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!