mánudagur, desember 23, 2002

jamm og jæja. Langt er nú liðið frá því ég ritað greinarkorn á þennan góða vef okkar VÍN mann og kvenna og verður hér með bætt úr því (á að vera að taka til en af augljósum ástæðum þá nenni ég því ekki).
Nú til að fagna því og halda uppá (þetta gerist jú ekki svo oft) að Veðurstofan hafði ekki spáð rigningu og roki í skipti númer 859 þennan veturinn og ákváðum að halda í austurátt nánar tiltekið Sólheimajökul og glíma þar við sprungur og svelgi af ýmsum stærðum og sortum (hljómar eins og smákökur). Ferðalangar voru undirritaður (oftar en ekki nefndur Blöndahlinn), Ingólfur Ólafsson (gjarnan nefndur Léttfeti eða ofvirkus maximus eða bara Golli)og svo Stefán Þórarinsson (jafna kenndur dans). Verður hér með sögð saga þeirra.
Nú eftir að hafa vaknað á réttum tíma (alla vega sá þetta skrifar) var beðið eftir Léttfeta sem bæði hafði vakna of seint og ekki tekið sig til kvöldið áður (sem er ekki mjög gott eins og einhver orðar það....alsymmitriskar rúðurþurrkur blablabla). Eftir að því var lokið var haldið til Twistsins og hlustað á tuðið í honum yfir því hvað við værum nú seinir...svo þegar það var búið þá var bara fundið eitthvað annað til að tuða yfir (hann hafði nú ekki opnað á sér kökuopið í heila 6 klst enda búinn að vera sofandi!!!!!). Það þarf varla að taka fram að Blöndahlinn tók bara undir tuðið í Stebba (enda annálaður fyrir finnast á sér brotið og þurfa að tjá sig um það!!!!)
Nú svo var haldið á Lélegt og keypt bensín bæði fyrir vélfáka og menn. Reyndar gleymdist Lélegtskeinirinn sem er lífsnauðsynlegur fyrir hverja ferð en sem betur fer var afgangur úr síðustu ferð þannig að þetta kom ekki að sök.
Nú svo rúllað úr bænum og á Hvolsvöll. Pylsa étin (staðalbúnaður í hverri ferð austur) en einu veittum við athygli það var að bjórflaskan góða var horfinn. Hvort flaskan sé horfinn vegna þess að einhver sem er meiri fyllibytta en við og hefur keypt hana eða að því að hún tekur allt borðpláss og ekkert speis er fyrir jólaskraut skal ósagt látið. Í það minnst var hún farinn og olli það nokkurri sálarangist hjá ferðafélögum.
Sólheimajökull heilsaði okkur með nöprum vindi en fyrst og síðast engri rigningu og gaf þetta fín fyrirheit fyrir góðan túr. Eftir að hafa verið beðnir af skilti að fara varlega og vera ekki að tjalda í námunda við jökulinn vegna jarðhræringa var spígsporað að jökli og uppá hann (vorum reyndar að velta fyrir okkur hvort það gæti staðist að ef maður fer ekki varlega (svo sem að detta og lenda illa á jöklinum eða misstíga sig.......heyrðinafniðmagnúsblöndahl) gæti ollið því Katla gamla færi að gjósa.Alla vega vorum við beðnir um að vera ekkert að hnerra. Voru svelgirnr þrír sem við hoppuðum ofan í, skemmtum okkur konunglega og voru þeir af öllum stærðum og gerðum í orðsins fyllstu merkingu. Sumir svo erfiðir að undirritaður gerði í buxurnar í einum þeirra og þurft að tussast uppúr honum öðru vísi en ætlar var. Kom það manni þægilega á óvart að sjá Ingólf másandi þegar hann kom uppúr...... hann er þá ekki vélmenni eftir allt saman!!!! Sýndi Stefán að hann er ekki bara jeppakall heldur vel liðtækur í príli. Eftir að hafa rifjað upp hvað snýr og hvað snýr aftur á ísöxunum sást til hans spólandi í fyrsta lága upp ísveggina. Sem sagt fínarístúr í alla staði. Ekkert klámblað, enginn bjór og ekkert dorítos. Langt síðan maður hefur lent í þessu!!!!!!
Nú svo var það rúsinan í pylsuendanum en það var að gamall og góður vinur kíkti í heimsókn. Hann hefur ekki látið sjá sig mjjjjjjjjjjööööööööööögggggggg lengi en það er snjórinn. Varð okku allhvumsa við en alltaf gaman að geta sagt "long tæm nó sín"
Það þarf víst ekki að segja ykkur tryggum lesendum að dagurinn endaði á Hverfisbarnum í einhverri geðveikustu stöppu af fólki sem maður hefur lent í. Shit fólk var með marbletti eftir að hafa verið hamrað utan í keðjuna í röðinni!!! Það var þarna fólk sem var að falla í yfirlið af troðningi. Liverpool..Juventus....Sheffield Wednesday hvað!!!!!
Læt þetta nægja í bili
Óska mönnum og meyjum til sjávar og sveita í nálægð og fjarlægð gleðilegra jóla og drullist svo til að éta yfir ykkur en munið að jólin er hátíð ljóss og friðar............óóóó´´oóónieeeeeeeeeeeeiiiiiiiiii jólin eru árleg hátið þar sem haldið er uppá afmælið mitt!!!!!!!!

Góðar stundir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!