Jæja, nú styttist í millijólaognýársferði V.Í.N. Sem verður farin helgina 27-29. des n.k.. Ég stend við þá hugmynd sem ég setti fram fyrir aðventuferðina sem varð eitthvað endasleppt vegna öræfaótta sumra félagasmanna.Þ.e. að fara á Kjöl á föstudeginum og gista þar og svo Hraunamannaafrétt, niður með Leppistungum og Svínárnesi. Endu að síður þá hefur önnur ferðahugmynd skotið upp kollinum hjá mér. Sú er nokkurnveginn á þessa leið
Eftir að laggt er að stað á föstudeginum út úr bænum þá förum við austur yfir Hellisheiði og gegnum Sellfoss. Þar væri upplagt að gæða sér á eins og einni pylsu eða svo. Ekki væri úr vegi að heilsa upp á Guðna Ágúst fyrst við erum á svæðinu. Spurning hvort eigi að tanka þar eða á næsta útsölustað eldsneytis sem myndi vera í Árnesi. Þar yrði beygt út af þjóðvegi nr. ??? og upp með sveitinni. Ekið yrði framhjá Ásaskóla og Laxárdal upp á heiði er kallast víst Skáldabúðaheiði. Þar á að vera skáli sem heitir Hallarmúli og þar yrði okkar fyrsti náttstaður. Eftir morgunmbænir og mullersæfingar á laugardeginum þá yrði haldið áfram slóðinn uns að komið er að Ísahryggjum. Þar kemur tvennt til greina. Beygja til hægri og fara línuveginn, skoða Háafoss og Granna, enda við Hólaskóg eða jafnvel halda áfram upp í Landmannalaugar ef vel liggur á okkur. Hitt er að fara þvert yfir línuveginn og halda í norður. Upp að Sultarfitum þar sem er skáli. Ef þessi leið yrði valin þá á sunnudeginum væri hægt að halda áfram í austur átt þar til við komum á Gljúfurleitaleið og myndum enda við Sultartangavirkjun. Þetta kem ég með og ef einhverjir aðrir lúma á einhverju þá er bara að viðra þær hugmyndir. Það verður farið og enginn öræfaótti skal stoppa okkur þar. Svo legg ég að verði haldnir Ítalskirdagar í millijólaognýársferðinni þar sem við hitum upp fyrir skíðaferð V.Í.N. til Val di Fiemme.
Að lokum vil ég benda öllum ungnum einhleyptum snoppufríðum stúlkum á aldrinum 18-22, sem eru víst fjölmargar og dyggir lesendur, að ennþá er laust í skíðaferðina 15-25.jan n.k. Bara að drífa sig niður í Úrval-Útsýn og bóka. Þetta er kostaboð sem ekki gefst oft.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!