föstudagur, maí 14, 2010

Jafnarma trekantur



Nú síðasta kirkjufrídag var göngudeildin heldur betur í stuði og á farandsfæti. Hluti fór austur í Öræfi á Hnjúkinn, aðrir í golf og síðan var Litli Stebbalingurinn upptekinn við gæluverkefni sitt þ.e 35.tinda. Rétt eins og auglýst var hérna var haldið með tjaldið austur í Fljótshlíð og ætlunin var að toppa Þríhyrning. Sem mikill áhugamaður um Njálu var nauðsyn að skunda á hól þennan. Ekki var fjölmennt en hópinn fylltu sömu tveir einstaklingar og í hinn fjögur skiptin en það voru

Stebbi Twist
Krunka

Fyrst var brunað á tjaldstæðið á Langbrók (Njáluáhuginn) og slegið þar upp tjaldi. Þrátt fyrir að tjaldið hafi orðið fyrir smá hnjaski þá tókst nú að koma því upp og það sem meira er að sofa í því. Fimmtudagsmorguninn rann svo upp bjartur og fagur með gosmökkinn í bakgrunni. Eftir morgunmat, mullersæfingar og messu var pakkað niður og komið sér að Þríhyrning. Einhverntíma fyrir hádegi hófst röltið, tæpum þremur tímum síðar og þremur tindum komum við niður eftir fremur auðvelda, rólega og þægilega göngu þar sem Eyjafjallajökull lék sína tóna fyrir okkur.
Svo eftir sund á Hellu var komið við í kaffi hjá Eyja-Dísu í Hnakkaville og kunnum við henni hinar beztu þakkir fyrir höfðinglegar móttökur og kræsingar. Tumi var líka hress
Nenni einhver að skoða myndir má gjöra það hérna

Kv
Stebbi Twist

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!