sunnudagur, maí 09, 2010

Keðjuslit



Annað árið í röð þá klikkaði Vésæll svo ekkert varð af slöngubátanámskeiði hjá okkur kjúllunum á seinna árinu hjá FBSR. Þess í stað var hjólað sér til yndisauka sem og geta sagt það að hafa gert eitthvað á slöngum þessa helgina. Hist var niðri í húsi og þaðan var stígið á sveif umhverfis höfuðborgina. Loks lét maður verða af því að skella sér í fótabað í Kviku. En hvað um það. Það voru einungis þrír núbbar sem mættu og það vildi svo skemmtilega til að það voru allt V.Í.N.-liðar. Sem er Guðmundur Magni Ásgeirsson. En þarna voru eftirfarandi

Stebbi Twist
VJ
Krunka

Hjólað var í kringum Reykjavík með viðkomu í Gróttu og þaðan haldið í Heiðmörk. Fínn dagur og alveg prímahjólaveður. Auðvitað var myndagræja með í för og það má sjá hérna

Kv
Hjóladeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!