sunnudagur, ágúst 10, 2008

Hamar og stóran meitill



Þá er loks komið að fyrsta dagskrárliðnum í V.Í.N.-ræktinni þennan mánuðinn. Líkt og síðast þá hefur sú einræðislega ákvörðun verið tekin að færa þennan lið um einn dag eða fram á miðvikudag. Af sömu ástæðu og síðast.
Nú skal gengið á Stóra-Metill í Þrengslunum og ætti það að vera á hvers manns færi. Hittingur skal verða við Gasstöðina við Rauðavatn kl:19:00 á miðvikudag n.k og þar verður raðað í bíla og ekið áleiðis uns göngu skal byrja.
Sum sé V.Í.N.-rækt frestast um dag og fer fram á MIÐVIKUDAG nk og þá skal það verða Stóri-Meitill. Vonandi að sem flestir láti sjá sig.

Kv
Göngudeildin

E.s. sem þetta ritaði skrapp í stuttan hjólatúr í dag ásamt Eldri Bróðurinum. Hjólað var frá Stíflunni og niður í Nauthólsvík og síðan kíkt aðeins í bæinn. Að lokum var ferðin nýt og Afi sóttur sem kom okkur örugglega upp í úthverfin aftur. Myndavélin var höfð meðferðis og afraksturinn má skoða hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!