þriðjudagur, ágúst 19, 2008

Hjólavatnstúr



Þrátt fyrir að sumri sé heldur betur halla og það jafnvel undan fæti þá heldur V.Í.N.-ræktin sinni áætlun. Eins og var búið að auglýsa fyrr í vikunni var stefnan tekin á Hafravatn þetta þriðjudagskveld. Þrír drengir hittust svo við Nóatún í Grafarholtinu og þar voru á ferðinni:

Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Jarlaskáldið

Byrjað var á því að kíkja aðeins á Reynisvatn og það tókst svo að finna stíg eftir að hafa farið smá strumpaleið. Við fylgdum stíg þessum uns komið var á reiðstíg sem hjólað var eftir. Alla vega þá tókst að komast að Hafravatni. Síðan var haldið áfram að stíga á sveif og það alla leið yfir í Mosfellssveit. Þar var Ísalpskálinn skoðaður í bak og fyrir. Eftir ítarlega skoðun var haldið áfram og nú bara eftir malbikuðum stígum uns komið var í Grafarvog. Við Gufuneskirkjugarð skildust svo leiðir og allir þrír úthverfaprinsarnir heldu hver sína leið heim. Engu að síður fínn hjólatúr í blíðviðri og þakka þeim sem nenntu með.
Fyrir hina þá er hægt að skoða myndir úr ræktinni hér

Kv
Hjóladeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!