föstudagur, ágúst 15, 2008

Mamma, ég er svangur!



Nú þegar sumarið er senn á enda og sláturtíðin framundan. Já, líkt mörgum V.Í.N.-liðanum er von og vísa þá verður tekið slátur í stórum stíll. Það er fátt sem jafnast á við slátur og kjamma. Talandi um það. Það hefur verið órjúfandi hefð hjá V.Í.N. á hverju hausti að safnast saman í bústað og éta þar á sig gat.Einhver tjélling sagði eitt sinn ,,að ekki væri ráð nema í tíma sé tekið´´. Eldri Bróðurinn og Litli Stebbalingurinn hafa aðeins rætt þess mál sín á með rafrænum orðum og varð niðurstaðan sú að tími væri kominn að fara að vinna í þessu máli.
Fyrsta skrefið væri kannski að finna góða og hentuga helgi. Komið hefur upp í umræðunni að sniðugt væri að halda þetta fyrstu eða aðra helgina í október, þ.e. finnist rétti bústaðurinn. Síðan væri fínt að heyra frá fólki hvort það hafi hug á því að mæta, hvort sem það væri alla helgina, eina nótt eða bara í matinn. Ekki vera feimin og verið óhrædd við að tjá ykkur í athugasemdakerfinu hér að neðan.
Svo nú er bara að leggja höfuðið í bleyti með matseðil og fara gera tilraunir í
eldhúsinu. Sömuleiðis væri ágætt ef fólk ,sem tök hefur á, gæti tjékkað á bústað á góðum stað.

Kv
Manneldisráð

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!