fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Jói á hjólinu



Það telst nú varla til tíðinda að þegar helgi nálgast að sumarlagi þá fara V.Í.N.-verjar að huga sér til hreyfings. Jafnvel líka þó það sé mið vika.
Með aðstoðar fjarfundarbúnaðar var nú fyrr í kveld ákveðið að kýla loks á það að hjóla í kringum Skorradalsvatn. Kannski ef heppnin verður með oss þá sjáum við orminn ægilega. Ætlunin er að fara annaðkveld og slá upp tjaldbúðum í Selskógi, hugsanlega ástunda örlítil aðalfundarstörf þar. Ef stuð verður á mannskapinum er spurning með að kíkja í Krosslaug nú eða bara bíða með það fram á sunnudag.
Síðan er stefnan að stíga á sveif á laugardag og hjólhestast sem leið liggur hringinn um Skorradalsvatn. Þar sem þetta er nú ekkert alltof langt frá höfuðborginni ætti að vera lítið mál fyrir fólk að hitta okkur á laugardag hjóla með okkur og fara síðan heim aftur komi það betur fyrir fólk. Sömuleiðis er öllum velkomið að kíkja á okkur á laugardag, grilla og tjalda ef það nennir ekki að hjóla eða bara grilla. Nú eða bara koma með á morgun og vera þá grunnbúðarstjórar. Bezt að hver og einn hafi bara frjálsar hendur með það. Að sjálfsögðu verður svitinn skolaður af í einhverri sveitalauginni.
Sunnudagur þá verður bara fundið sér eitthvað skemmtilegt að gjöra og góð leið heim. Passa bara að koma heim fyrir Top-Gear.

Kv
Hjóladeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!