fimmtudagur, júní 07, 2007

5-vörðuháls



Ef litið er hér til hægri á síðunni má sjá þar liðinn ,,á döfunni´´ og þar um helgina 22-24.júní n.k er ætlunuin að lappa. Rétt eins þar sést er stefnan að tölta yfir hálsinn sem kenndur er við 5 vörður. Fyrir þá sem eru svo óheppnir að vita ekki hvar það er þá er þetta gönguleiðin milli Skóga og Goðalands. Þess má líka geta að þetta verður um leið loka undirbúnings-og eftirlitsferð fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2007. Athugað hvort gönguleiðin sé fær fyrir þá sem eru svo firtir að ætla sér að lappa fyrstuhelgina. En nóg um það.

Það er sem sagt, ef það hefur farið fram hjá einhverjum, stefnan á að ganga þessa helgina, amk skella sér í Bása, líkt og hefur verið gert nokkur síðastu ár. Alla vega verður hlustað eftir talandi beljum og bókað velt sér upp úr dögginni. Rétt eins og lög í þessu landi gera ráð fyrir.
Það verður án efa sama fyrirkomu lag og hefur alltaf verið. Farið innúr með dót á fimmtudeginum og amk einn bíll skilinn eftir.
Síðan gengið yfir á flöskudagskveldinu og aðfararnótt laugardagsins. Síðan létt sprell fram að grilli og varðeldinum. Allt hefðbundið og vanalegt.

Gaman væri að sjá hverjir hafa áhuga á slíkri för. Hvort sem fólki hefur hug á að nota tvo jafnljóta, koma á laugardeginum eða bara eitthvað allt annað og flippaðara.
Gagnlegt er að nota athugasemdakerfið hér fyrir neðan í þeim tilgangi.

Með von um sem flestir láti sjá sig
Kv
Göngudeildin í samstarfi við undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!