fimmtudagur, maí 16, 2013

Sunnan hvíta

Þá er að renna upp hvítasunnuhelgi þessa árs. Rétt eins og allir vita þá er frí hjá flestum launamönnum á mánudeginm og því upplagt að gjöra eitthvert uppbyggilegt. Reyndar er mér það til efs að stemning sé fyrir helgarferð þetta árið. Það er í góðu enda kemur ár eftir þetta ár, vonandi, og þá munu kirkjunnarmenn sjá til þess að þessi helgi verði líka löng svo útilega má bíða
En margt annað er svo sem hægt að gjöra.
Það væri td ráð að skottast upp á einhvern l ekki langt frá borginni og leyfa ungviðnum að njóta sín aðeins á fjöllum. Gefa þeim smjörþefinn af fjöllum
Það má svo teljast líklegra en ekki að haldið verði í dagsferð amk í Bása á Goðalandi á messudag og þar almennum undirbúnings-og eftirlitsskyldum félagsmanna sinnt.
Svo færi kannski ráð að skreppa á skíði þe fjallaskíði bara upp í Bláfjöllum, hjólheztaferð í Heiðmörk. Eða bara í ísbíltúr nú eða það sem fólki dettur í hug. Fer þó sjálfsagt mezt eftir því hvað spámenn ríkzins segja

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!