fimmtudagur, maí 02, 2013

Þreföldun kvikmyndasjóðs

Það var prýðilegasta afþreying og skemmtun á Bnaff í gærkveldi. Í kveld verður síðara sýningakveldið og að sjálfsögðu eru V.Í.N.-liðar hvatir til að fjölmenna og hafa gaman að. Að sjálfsögðu af gömlum og góðum sið þá birtum við dagskrá kveldsins.



  • plusIndustrial Revolutions

    Danny MacAskill hefur fundið nýjan leikvöll á hjólinu sínu en að þessu sinni leggur hann brautir á yfirgefnu iðnaðarsvæði þar sem nóg af járni er til staðar.
    • Tegund:
    • Hjól
    • Lengd:
    • 5 mín
  • plusBeing there

    Fjallaskíðun og stökk hjá frændum okkar í Noregi. Lofoten og nágrenni koma m.a. við sögu.
    • Tegund:
    • Skíði
    • Lengd:
    • 14 mín
  • plusReel rock 7: Wide Boyz

    Off-width klifur er þegar sprungur eru of breiðar til að geta notað eina hendi í einu og eru sumir búnir að þróa með sér tækni til að takast á við slík verkefni.
    • Tegund:
    • Klifur
    • Lengd:
    • 12 min
  • plusOn thin sea ice 2

    Sumir leika sér að eldinum, aðrir leika sér að ísnum.
    • Tegund:
    • Skautar
    • Lengd:
    • 2 min
  • plusThe Dream factory

    Teton Gravity Research (TGR) hafa um árabil búið til skemmtilegar og flottar extreme skíðamyndir.
    • Tegund:
    • Skíði
    • Lengd:
    • 27 min
  • Hlé

  • plusFow hunters

    Nokkrir kayakræðarar fara saman til Nýja Sjálands að róa niður fossa og straumvatn.
    • Tegund:
    • Kayak
    • Lengd:
    • 9 mín
  • plusThe Rollerman

    Danny Strasser er mættur aftur til leiks og er að þessu sinni búinn að útbúa sinn eigin "hjólagalla".
    • Tegund:
    • Ísklifur
    • Lengd:
    • 3 mín
  • plusOn the road - Skiing the void

    Frásögn um fjallaskíðun í suður Ameríku.
    • Tegund:
    • Skíði/saga
    • Lengd:
    • 7 mín
  • plusLily shreds trailside

    Suma vini er einfaldlega ekki hægt að skilja eftir þegar farið er í hjólatúr.
    • Tegund:
    • Hjól
    • Lengd:
    • 3 mín
  • plusReel rock 7: Honnold 3.0

    Alex Honnold þarf vart að kynna Klifrurum en hann þarf alltaf að toppa sjálfan sig af og til.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!