sunnudagur, maí 05, 2013

Eftirlit með eftirlitinu

Jæja, góðir hálsar. Er ekki kominn tími á að hætta að tala og fara að framkvæma. Já gott fólk nú er svo sannarlega kominn tími á að skella sér í undirbúnings-og eftirlitsferð inní Bása og kanna þar ástand fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2013.
Spurning hvort næztkomandi messudagur henti ekki ágætlega til þess að skella sér í bíltúr og grilla pulsur ásamt því að sinna eftirlitsskyldum og almennum undirbúning. Amk er því þá með þessu komið fram sum sé næzta messudag. Nú er bara smurning hvort fólk er áhugsamt um slíkt eður ei. Endilega tjá sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan

Kv
Undirbúningsnemdin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!