fimmtudagur, maí 03, 2012

Þrælar tízkunnar

Eins og kom fram hér þá spruttu upp umræður í hinni árlegu skíða-og menningarferð til Agureyrish, í sömu færzlu var þessari hugmynd með nýjar V.Í.N.-peysur varpað fram. Fyrir þá sem ekki muna eða eru að koma að lestrinum í fyrsta skipti núna þá var hugmyndin um að fá peysur frá Cintamani sem heita Jóhann og Jódís. Ekki voru neitt ýkja margir sem lýstu yfir áhuga á kaupum en það gerðu samt eftirfarandi:

Krunka
Danni Djús
Unnur
Arnar Bergmann
Ýr
Óli Magg
Reynir

Ekki eru það nú margar sálir. Nú er spurt, eins og fávís kona í ölæði. Er ekki meiri áhugi en þetta eða hefur fólk aðrar hugmyndir um annarskonar peysur? Nú er bara um að gera að tjá skoðanir sínar og láta allt vaða. Orðið er laust í skilaboðaskjóðunni hér að neðan

P.s Prufaði svona peysu um daginn á Eyjafjallajökli og hún kom bara vel þar út. Hafði ekki mikla trú á hettunni en sú arna var ekkert til trafala og kom bara að góðum notum þegar maður sló upp tjaldinu, gat sleppt því að grafa húfuna upp