mánudagur, maí 07, 2012

Botnlaus gleði


Nú síðasta laugardag var Flubbahelgi fyrir B2 og var skundað á Botnsúlur upp frá Þingvöllum. Í þessum hóp sem þarna tölti upp í blíðviðrinu, reyndar var lognið á sæmilegri ferð á köflum, voru 3 V.Í.N.-liðar og tveir góðkunningar en þetta voru

V.Í.N.-verjar:

Stebbi Twist
Krunka
Eldri Bróðirinn


Góðkunningjar:

Matti Skratti
Mæja Jæja


Skemmst er frá því að segja að við komust upp á topp Syðstu-Súlu sem var bara venjuleg fjallganga að vetri sem smá bratta. Síðan var tekin ákvörðun að halda á Mið-Súlu og var það heldur meira vetrarbrölt og fín æfing í vetrarfjallamennsku. Svo þegar liðið skilaði sér aftur að bílunum við Svartagil var pulsum skellt á grillið og snæddar eftir upphitun. Fyrir áhugasama má skoða myndir frá deginum hér