Nú er ekki nema rúmar tvær vikur í fyrstu svokölluðu ferðahelgi sumarins. Hér er að sjálfsögðu verið að tala um hvítasunnuhelgina. Það hefur nú löngum tíðkast að V.Í.N. leggji þá land undir fót og vonandi verður ekki undantekning á því þetta árið.
Líkt og margir muna þá er klassíkst að fara Skaftafell eða Skaptafell. Básar standa svo sem líka alltaf fyrir sínu. Svo má auðvitað gera eitthvað allt annað.
Eldri Bróðirinn var búinn að stinga upp á því að fara vestur á Snæfellsnes, Snæfells-og Hnappadalssýzlu, og td að fara á Kirkjufell, skinna upp á Snæfellsjökull og kafa ofan í hella. Ennig hafði kauði nefnd Kerlingafjöll þessa sömu helgi. Sjálfum líst Litla Stebbalingnum ágætlega á Snæfó svo lengi sem veðurspáin verði nesinu hliðhollt.
Svo eitt sem undirrituðum hafði líka flogið í hug. Fara á vesturland eins og Skorradal. Arka upp á Skarðsheiði, hjóla í kringum Skorradalsvatn, skella sér í Krosslaug og jafnvel tölta á Skessuhorn. Ef snjóalög verða hagstæð væri jafnvel hægt að fjallaskíðast í norðanverði Skarðsheiði. Kosturinn við þetta prógramm er vonandi að flestir ættu að geta kíkt við og gist þó væri ekki nema eina nótt.
En hvert svo sem verður farið þá sjá vonandi sem flestir sér fært um að mæta með sig og sína