þriðjudagur, maí 22, 2012

Hrútalykt

Nú um síðustu helgi skundaði Litli Stebbalingur í Skaftafell með nillahópinn sín í sínu síðustu ferð þar sem ætlunin var að rölta á Hrútfjallstinda. Með í för voru tveir aðrir gildir limir úr V.Í.N. og var það vel. En þarna voru á ferðinni:

Stebbi Twist
Maggi Móses
Eldri Bróðirinn

Síðan var góðkunningi vor líka með í för en það var:

Eyþór

 Eftir að hafa rýnt í veðurspá á föstudegi var ákveðið að halda til atlögu við fjallið á laugardagskveldinu. Er risið var úr tjaldinu á laugardeginum var fínasta veður og var hóað í veðurnörd hópsins og eftir smá fundahöld var ákveðið að flýta för og lagt í´ann rétt fyrir 15:00. Við tóku brekkur, snjór, lína, broddar og blíða. Það var svo um 22:30 sem staðið var á toppnum. Líkt og oft vill verða þá var kalt á toppnum en skyggnið var eiginlega magnað. Svo bara bara haldið niður. Eftir 13 tíma ferð var komið aftur í bíl og mikið var svo ljúft að leggjast á dýnuna á messudagsmorgninum. Eftir að hafa svo grillað sér hádegismat á sunnudeginum var haldið til höfuðstaðarins með viðkomu í sundi á Hellu. En sé einhver áhugi fyrir hendi þá má skoða myndir hér

Kv
Háfjalladeildin