laugardagur, febrúar 09, 2008

Reykspólað að Reykjafelli



Göngudeild VÍN lætur ekki smáatriði eins og dýpstu lægð vetrarins koma í veg fyrir að rækta sitt starf hvað sem á dynur. Það voru því fjórir piltar á fertugsaldri sem lögðu í för upp að Hellisheiði í dag, nánar tiltekið að Skíðaskálanum í Hveradölum, og gengu þar léttan fjallahring sem ku heita Reykjafell eða jafnvel Stóra-Reykjafell fyrir þá sem stórhuga eru. Ganga þessi var prýðisgóð og fengu göngumenn sýnishorn af hinum ýmsustu veðurfyrirbærum á stuttum tíma. Hirðljósmyndari var með í för og fangaði helstu viðburði á stafrænt form sem líta má augum hér. Þess ber að geta að Vignir slasaðist ekki illa í byltunni, hafi einhver áhyggjur af því.

Svo má minna á að það styttist í Agureyrishför. Ætla ekki allir með?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!