fimmtudagur, desember 13, 2007

Agureyrishferð 2008



Skv. giska öruggum heimildum mun Telemarkfestival verða haldið norðan heiða helgina 7.-9. mars. Eins og áður hyggjast VÍN-verjar fjölmenna á hátíð þá og verða sjálfum sér og öðrum til skemmtunar. Kvenfélagsarmur VÍN hefur þegar fest leigu á íbúð við Furulundinn góða en líkast til þarf fleiri úrræði í húsnæðismálum svo ekki verði síldartunnustemning nyrðra. Því væri ekki galið ef þeir sem eru áhugasamir um að kíkja með í þessa för og ekki hafa þegar tryggt sér gistingu láti þess getið, t.d. í kommentahala hér fyrir neðan, svo hægt sé að meta húsnæðisþörfina. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og fyrstir koma, fyrstir fá.

Góðar stundir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!