laugardagur, desember 22, 2007
Ó helga nótt
Nú þegar hátíðarnar eru að ganga í garð og þar sem allir munu stunda ofát af miklu kappi. Af því tilefni datt göngudeildinni það í hug að sniðugt væri að hugsa sér aðeins til hreyfings núna annan í jólum n.k. Þar sem reikna má fastlega með því að flestir séu úttróðnir af reyktu kjeti og uppstúf þá má telja það góðan kost að skunda á Helgafell ofan Habnarfjarðar. Þar sem það fell er ekkert alltof hátt og má því teljast verðugt markmið í ljósi aðstæðna. Sömuleiðis ætti það vonandi að duga til þess að ná af sér amk sauðlaukunum sem maður er nýbúinn að innbyrgða.
Áhugasamir láti vita af sér í athugasemdakerfinu hér að neðan nú eða með nútíma símtæki.
Svona eins og hér var gjört kunnugt þá hófst ný hefð í dag. Það voru tveir einstaklingar sem hana stunduðu og má segja að þetta hafi bara breyst í ammælisgöngu. Ekkert nema gott um það að segja. Uppgöngu tími var 1.klst og 10.min, sæmilegt það, í annars blíðskaparveðri. Þarna voru:
Stebbi Twist
Maggi á móti (ammælisbarn og til hamingju með daginn)
Jenson sá um að koma okkur fram og til baka.
Fleira var það ekki að sinni
Kv
Göngudeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!