föstudagur, september 01, 2006

Á Spáni er gott...

...að djamma og djúsa!!!

Sagði sönglagaskáldið virta eitt sinn. En hverjum er ekki svo sem sama um það á þessari stundu.

Núna, rétt eins og sjá má á teljara hér til hægri (mikið er nú alltaf gaman að benda fókli að líta sér til hægri), þegar tæpur mánuður er í ferð vor til Katalóníu. Er rétt að minna á það að á Spáni kostar stór bjór minna en lítill bjór, kippa minna en stór bjór og kassi minna en kippa. Þetta er haft eftir öruggum heimildum eða sjálfum heimsborgaranum og ekki fer hann með rangt mál.

Að lokum er líka gott að minna fólk að pakka niður sandölum og ermalausum bolum.

Nóg að sinni

Kv
Undanfarardeild

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!