föstudagur, september 15, 2006

Og enn styttist...

Þetta er nú ekki amaleg mynd af honum Stefáni hérna fyrir ofan með nýja besta vininum sínum. Hann virkar líka dálítið saddur á myndinni, eins og hann sé nýbúinn að éta eitthvað ofan í sig. Hvað gæti það nú verið?

Nú styttist heldur betur í Barcelona-för, 13 dagar þegar þetta er ritað, og vonandi allir búnir að læra frasana sem bent var á í síðasta pistli. Á fundi undirbúningsnefndar var viðruð sú hugmynd að ferðalangarnir hittist á næstunni til þess að leggja einhver drög að því hvað skuli gera þarna úti, ekki kannski að negla niður skothelda dagskrá heldur bara gefa fólki tækifæri til að nefna hvað það hefur helst áhuga á og sjá og gera og vita hvort ekki megi smíða eitthvað út úr því. Hugmyndin er að hittast á þriðjudagskvöldið næsta, 19. september, staðsetning óákveðin enn sem komið er, og ræða málin. Ef einhverjir sjá sér engan veginn fært að mæta væri heppilegt ef þeir kæmu því á framfæri í kommentum eða með öðrum hætti. Góðar stundir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!