miðvikudagur, september 27, 2006

Barca og Buffe

Það er vonandi að fólk sé ekki búið að týna farseðlunum sínum eða pakka vegabréfinu neðst í ferðatöskuna (Vignir) enda Barca bara á morgun. Þrátt fyrir annríki við flutninga og ýmislegt fleira tókst Jarlaskáldinu í vikunni að festa leigu á sumarbústað í nóvember, sem væri e.t.v. hægt að brúka undir La Gran Buffe ef allt annað klikkar. Nánar tiltekið 17.-20. nóv. (jú, dálítið seint) einhvers staðar á Suðurlandsundirlendinu. Bústaðurinn er með rúm fyrir 5-6 og svefnloft með 10 dýnum og þykist eiga borðbúnað fyrir 20 manns þannig að það mætti sjálfsagt troða helling af fólki þar inn, en Jarlaskáldið hefur gist þarna og sýnist að mikið fleiri en 12 væri orðið ögn þröngt. Hér eru nokkrar myndir af slotinu. Allavega, þetta stendur til boða þar til annað betra býðst, en nú ætlar Skáldið að fara að skoða veðurspána í Barcelona. Jamm, ágætt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!