Gott fólk!
Jamms, nú senn líður að hausti. Degi er betur heldur farinn að styttast í annann endann. Við svo telur undirritaður að tími sé kominn að huga að skíðaferð til Austurríska/ungverskakeisaradæmisins alla vega byrja á því að verzla inn flugmiða svo hann verði á sem beztum kjörum.
Það eina sem er alveg ákveðið er hvert fljúga skal eða Friedrichshafen við Bodensee. Ekki hefur tímasetning verið negld niður en mokkrum hefur verið fleygt fram, t.d. eins og fara út laugardaginn 27.jan og koma heim miðvikudaginn 07.feb 2007 sem og 31.jan til 10.feb.
Hvar skíðað verður svo, hefur ekki verðið ákveðið en ýmislegt komið í umræðuna. Nú er bara tækifærið til að ræða málið á lýðræðislegum grundvelli og gaman væri að heyra hugmyndir um staði og tíma. Líka væri áhugavert að sjá hverjir hefðu áhuga að skella sér og jafnvel líka hverjir sjá sér ömuglega fært um að mæta.
Kv
Skíðaferðanemdin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!