þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Friedrichshafen og helgin fram undan

Nú rétt í þessu var úrvalssveit skíðadeildar VÍN að punga út á þriðja tug þúsunda hver einstaklingur og festa með því kaup á flugi til og frá Friedrichshafen, brottför þann 27. janúar á ári komanda og heimkoma 7. febrúar sama ár. Sveit þessa skipa þegar hér er komið sögu Jarlaskáldið, VJ og Alda, auk þess sem óstaðfestar fregnir herma að Twisturinn hafi jafnvel bæst í hópinn og gott ef ekki með laumufarþega með sér. Eru allir áhugasamir hvattir til að festa kaup á slíkum miða og slást með í för hið fyrsta, enda er miði möguleiki og þú vinnur ekki ef þú spilar ekki með, og aðeins dregið úr seldum miðum. Þá er bara eftir að ákveða ákvörðunarstað (Kitzbühel?), og ganga frá smáatriðum eins og hóteli og svoleiðis. Jawohl!

Þá er rétt að vekja athygli á dagskrá næstu helgar, Baggalútsball í Verahvergi á föstudaginn, og er krafa gerð um snyrtilegan klæðnað. Daginn eftir er stefnan svo tekin í Mörkina. Það er alltaf gaman í Mörkinni...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!