fimmtudagur, ágúst 24, 2006

La Grande bouffe - Kafli 1

Daginn,
Nú styttist dagur sem óð fluga og allir vita hvaða gleðitíðindi það boðar. Jú, senn styttist í La Grande bouffe. Eins og allir vita þá er tilgangur með stórveislunni sá að fara út í sveit með frillum og reyna að éta sig til dauða. En nóg um það...
Nú eru góð ráð dýr því komið er að því að velja dag- og staðsetningu. Eftir að hafa ráðfært mig við nokkra þaulvana LGB-fara komumst við að því að dagsetningin 27.-29. okt. henti vel til stórveislna en myndum við gjarnan vilja ykkar skoðun á því.
Jafnframt væri gott að fá hugmynd um hversu margir stefna á að fara því eins og fjöldinn hefur verið undanfarin ár þá er sennilega bezt að reyna að krækja í tvö hús eða hús í stærri kantinum. Þetta hús gæti verið upplagt en það er í viðgerð og verður ekki í leigu fyrr en í nóvember. Þá er spurning hvort við ættum að fresta för fram til 2. eða 3. helgar nóv. mánaðar. Endilega brúkið skilaboðaskjóðuna, segið ykkar skoðun og látið vita hvort þið hyggist fara eður ei.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!