þriðjudagur, apríl 18, 2006

Snæfó 2006



Þá er barasta komið að því, sumarið að ganga í garð, og til þess að það sé allt með sem formlegustum hætti skunda VÍN-verjar og þeirra velunnarar vestur á Snæfellsnes, alla leið út á stapann hans Arnar, gista þar í tjaldi aðfaranótt sumardagsins fyrsta og arka svo daginn eftir upp á hólinn með öllum klakanum sem er þarna rétt hjá og renna sér svo niður, ýmist á einu skíði, tveimur, eða bara því sem tiltækt er. Allt er þetta gert í einmuna veðurblíðu, og aðeins aular sem missa af því.

Sem stendur hefur hátt í tugur manna skráð sig til þátttöku og fer hver að verða síðastur þar sem stefnan er tekin á að yfirgefa borg óttans annað kvöld um kvöldmatarleytið. Eru vÍn-verjar sem og aðrir áhugasamir hvattir til að skrá sig til þátttöku, enda til mikils að vinna. Taka skal fram að einungis verður dregið úr seldum miðum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!