Dagana 16-19 marz s.l var farin hin árlega skíða- og menningarferð til Agureyrich, þar sem jafnframt er haldin aðalfundur. Þessi Agureyrichferð var nú alveg með þeim betri sem farnar hafa verið. Hér og nú er svo ætlunin að reyna að lýsa silldinni fyrir þeim ógæfusálum sem ekki komu með, eða voru bara ekki á Agureyrich þessa helgi.
Rétt eins og mörg hinn fyrri ár leyfðum við Telemörkurum að njóta viðveru okkar þessa helgi og er óhætt að segja að báðir aðilar hafi notið góðs af þetta árið.
Sagan hefst á fimmtudeginum 16.marz, en eins og öll árin fer úrvalsdeildin á fimmtudeginum, er fyrsta holið lagði af stað. Það voru þau
Adólf, Jarlaskáldið og VJ á Woffa
Sagnaritarinn var fastur við verðmætasköpun og gat því ekki lagt af stað svo snemma. Ætlaði hann og fleiri að leggja í´ann svona c.a. um kveldmatarleytið. Brabrasonurinn bankaði svo upp á um 19:00 og var hann þá ferðbúinn, ásamt sinni smáfjölskyldu, var þá skýrzluhöfundur við það að raða í bílinn. Þá hringdi síminn og var á línunni Justa. Sagðist hann ætla að láta okkur bíða eftir sér. Maggi og Co lögðu bara af stað enda ætluðu þau bara i Skagafjörðinn.
Eftir að hafa tankað lá leiðin í Breiðholtið til að taka þá menn í Jenson sem ætluðu að fá far norður yfir heiðar. Fyrst var komið við í Torfufellinu og Haffinn pikaður upp. Þar kom í ljós að hann var búinn að redda sér skíðum svo ekki þurfi kappinn þau sem auka voru með á toppnum. Hvað um það næsta mál var svo að koma sér í Hólana og taka þar upp Gvandala-Gústala. Er því var lokið var loks hægt að koma sér úr bænum. Nú voru allir komnir um borð í Jenson en það voru:
Stebbi Twist, Haffinn og Gvandala-Gústala og ökutækið var Jenson
En áður en gátum komist úr bænum þurfti að renna við í Grafarvoginum til skila skíðum og sumir gleymdu símanum sínum í hinum endanum á Voginum. Er síminn var kominn var nú loks hægt að drullast úr borg óttans en þá var klukkunni farið að halla vel að 21:00.
Framundan var svo steindauður þjóðvegaakstur þar sem hápunkturinn var að venju göngin. Stuttur stanz í Staðarskála sem notaður var til að pizza og snæða þar súpu dagsins, sem toppaði ekki lauksúpuna í Hrauneyjum. Svo var bara haldið áfram og silast í gegnum Húnavatnssýslurnar og loks er Vatnsskarðinu var náð þorði maður að gefa ögn meira inn.
Svo var örstutt pizzustopp í Skagafirðinum stuttu áður en lagt var á Öxnadalsheiðina. Það var svo um klst síðar er við renndum til Agureyrich. Eftir að hafa skilið Gvandala-Skandala af okkur, þar sem 20X20cm gluggasagan rifjaðist upp fyrir manni, komum við okkur í Furulundinn.
Fórum einhverja nýja leið og það sem meira er okkur tókst að rata. Magnað. Er í Furulundinn var komið tók við létt öldrykkja þar sem litli Stebbalingurinn endaði á sólói með I-poðan hans Haffa og ölið sitt.. Svo var gengið til náða enda átti að nota flöskudaginn til skíða.
Flöskudagurinn 17.marz rann upp og það má með svo sanni segja að hann hafi verið bjartur og fagur. Eftir að hafa aflað sér upplýsinga um að opið væri upp í fjalli var gerður leiðangur í bakaríð. Þar var verzlað inn allt sem er nauðsynlegt í gott morgunverðarhlaðborð og ljósi stemmningarinnar var verzlað 1.stk alpabrauð. Sem er magnað. Eftir staðgóða og holla morgunverðarveislu var farið að huga að skíðaiðkunn. Maggi Brabra birtist svo úr Skagafirðunum og komst hann á benzínljósinu. Gaman af því. Við vorum svo kominn upp í fjall um 11:00 leytið. Það var verzlað inn dagskort og sumir voru svo séðir að fá sér tveggjadaga passa fyrir litlar 2700.ísl.kr. Spöruðu með því heilar 300 kr sem er alveg ½ bjór. Alltaf að græða. Eftir þessa fjárfestingu var drifið sig í fyrstu ferð og upp í Strýtu. Farið var nokk gott þarna, fyrst um sinn amk. Okkur tókst náttúrulega að rata í hálfgerðar ógöngur í fyrstuferð því við lentum á einhverju keppnismóti en allt bjargaðist.
Það var svo skíðað af mikilli list og fimi fram eftir degi. Adólf fór reyndar alveg heilar 2 ferðir og svo heim. Við strákarnir heldum áfram skíðun. Ekki var nú mikið um snjóinn en eitthvað aðeins var smakkað á brekkum utan brautar með misjöfnum árangri en allt hafist þó að lokum. Svo þegar tíminn var farinn að ganga 15:00 var kominn tími á snæðing. Við höfðum eiginlega ákveðið að taka hádegismatinn í Furulundinum og því var komið sér niður í íbúð en fyrst var komið við í nýlenduvöruverzlun öllu því reddað sem nauðsynlegt er í góða veizlu. Svo fór hópurinn í tvær áttir til að byrja með undirritaður fór í sérvöruverzlun ríkisins til að bæta á birgðirnar og þeir áttu þar austurrísk/ungverskanbjór sem var að sjálfsögðu gripin með sem og öl sem hentar vel í fjalli. Það var svo komið sér aftur upp í Furulundinn var þar eldamennska í fullum gangi. Eftir að hafa fengið nægju sína af dýrindis tómatsúpu var ekkert annað að gera en að koma sér aftur upp í fjall. Eftir mikla skipulagningu í sambandi við bílamál upp í fjall, því að við bílstjórarnir ætluðum að skála, var ákveðið að Jenson færi eina ferð og svo aftur niður á honum þar sem Alda myndi skutla okkur uppeftir. Þetta gekk eftir og við fengum okkur fljótlega okkar fyrsta bjór. Eftir nokkrar ferðir hittum við fyrstu Telemarkara og við ákváðum að fá sér einn kaldann. Er við vorum að skála í fyrsta bjór gekk Bazzi upp að okkur og fór að tala um einhver stór orð. Það er bara eitthvað svo fyndið við það að skíða með bilaðarbindingar sem gerir það að verkum að (skít)hælinn er laus. Hvað um það. Allavega fengum við að geyma bakpokana okkar hjá þeim. Þökkum við fyrir það. Svo var lítið annað að gera nema að halda áfram að skíða. Það var svo rúmlega 19:00 er Stromplyftan stanzaði og menn fóru að tróða. Við biðum bara rólegir á meðan og slátruðum nokkrum köldum á meðan. Við fengum svo leyfi hjá Bazza, en víst bara vegna þess að Maggi Móses var með lausan hæl, að skíða með Telemarkliðinu fram eftir kveldi. Kunnum við þeim beztu þakkir fyrir. Eftir að þeir höfðu lagt línurnar um hvar ætti að fara úr lyftunni og hvar mátti renna sér og hvar ekki var haldið enn á ný í brekkurnar.
Það kom svo í ljós að þessir Telemarkarar eru hinn vænstu skinn því þeir buðu okkur upp á bjór og Breztel. Takk fyrir okkur. Þrátt fyrir að skíða með asnalegum skíðastíll þar sem bindingar eru bilaðar, þá eru þetta hið ljúfasta lið sem býður upp á bjór. Það er aldrei vont fólk sem býður upp á slíkt. Enn og aftur takk fyrir okkur
Það var svo líka flagað svo það færi ekki milli mála að V.Í.N. væri á svæðinu. Við símuðum svo líka í Stóra-Stúf og söngum með okkar fögru englaröddum ,,Magnús hjá mömmu sinni´´ við gríðarlegar undirtektir viðstaddra. Þegar tíminn var e-ð um 21:00 þótti mönnum tími kominn að koma sér til byggða. Það þurfti að fara í tveimur holum og voru Skáldið, VJ og Haffinn í fyrra fallinu. Litli Stebbalingurinn og Brabrasonurinn voru lengur. Mikið var svo fjandi var gaman að renna sér niður annars flatabrekku. Þegar niður var svo komið náðum við að redda okkur fari niður og gátum við snúið Dolla við. Undirritaður og Maggi förum niður með einni innfæddri. Hún skilaði farþegunum beint í Furulundinn og var ekkert að fara með þá upp á Vaðlaheiði til skjóta í rassinn með loftrifli.
Þegar í íbúðina var komið voru allir á leiðinni í Fögruvík til Svenna í pottinn en þá hringdi Stimmalimm og boðaði oss á Apres ski á Kaffi Karólínu. Við Maggi ákváðum að fara þanngað og hitta liðið. Hinir fóru sína leið. Við röltum svo niðureftir í samfloti við Sigurgeir og konu hanz. Kveldið fór svo sína leið. Hinir komu á Karolínu og svo var farið annað og endað í Lessu Kaffi. E-ð gerðist í millitíðinni og er óminnisnegrinn að hrella menn.
Laugardagurinn rann upp og var ekki eins bjartur og fagur. Það var aðeins blautara en á flöskudeginum. Það var næturgestur þarna og vó hann upp á móti þann sem upp á vantaði. Deildi næturgestur þessi rúmfleti með Skáldinu. Við fengum okkur að éta og síðan var komið sér í fjallið við vorum reyndar í seinna fallinu eða um hádegið. VJ kom ekki með það heyrðist bara í honum ,,ekki sjéns’’ er hann var spurður hvort hann kæmi. Eftir að hafa fengið nýtt kort þar sem tæknin var e-ð að stríða mér á flöskudeginum, var ekkert til fyrirstöðu að renna sér. Það var greinilegt að talsverðan snjó hafði tekið upp frá deginum áður. Ekki veit ég hvað veldur en e-ð voru menn slappari en á flöskudeginum. Justa og Frænkan komu svo víst og fóru alveg tvær heilar ferðir þegar Gvandala-Gústala fékk mígreniskast og þurfti víst að fara að svæfa hann. Kappinn er þó alla vega búinn að prufa nýju skíðin sín þe útskriftargjöfina.
Við fyldumst aðeins með samhliðasviginu þó ekki mikið af því. En við óskum Team Árbær til hamingju með sigurinn í samhliðasviginu og þá öll 3 efstu sætin. Við smökkuðum líka aðeins á snjónum sem var utanbrautar. Gaman af því. Við förum í fjallinu til 16:00 þó svo að Skáldið, Maggi og Haffinn hafi farið aðeins fyrr þá hafði Litli Stebbalingurinn ekki samvizku í fara strax heldur fór hann 3 aukaferðir áður en hann kvaddi Hlíðarfjall.
Er niður í íbúð var komið voru þar bara Maggi Brabra og Haffinn allir hinir voru í Fögruvík. Við skelltum okkur í sund þar sem við aðallega lágum í pottunum, gufunni og prufuðum rennibrautina en ekki hvað. Þegar við komum upp úr beið Frú Andrésson ásamt afkvæminu eftir sínum eiginmanni. Við fórum upp í íbúð og fór að sötra bjór yfir fréttunum meðan við biðum eftir borðinu á Greifanaum sem við áttum pantað kl 21:00. Mikið var maður svangur á þessari bið. Hvað um það. Hitt liðið kom svo þá þóttist Svenni þurfa að fá lánað bíl því hann gleymdi gelinu sínuog rakakremi. Hann á eftir að fatta það að alvöru karlmenn nota ekki rakakrem. Þetta slapp til þar sem allt þetta glingur var til í Furulundinum. Það var svo komið við á Lessu Kaffi þar sem jakki sagnaritarans var en ekki jakki Svenson.
Við komum á réttum tíma á Greifann þrátt fyrir að hafa verið aðeins færri en til stóð í upphafi þá reddaðist það að vanda. Aldrei þessu vant þá þurftum að bíða bara eðlilega eftir matnum. Engar 70 min eins og fyrra. Sem var eins gott því annars hefði maður látist þarna elli dauða. Hver og einn pantaði sér sitt og allir voru sáttir. Undirritaður fékk svo ammælisís jafnvel þótt það væri degi of snemma. En um að gera að byrja gleðina snemma. Þegar við vorum í miðju hlaðborði símaði síminn hjá Skáldinu og var þar á línunni Halldór nokkur og var hann að spyrjast um gleði hjá okkur. Þar sem við vorum í miðjum klíðum við að næra okkur og við reiknuðum síður með fara aftur upp í Furulundinn. Ekki klikkaði kaffið á Greifanum frekar en í fyrri skiptin. Er allir voru orðnir mettir hofst reikistefna með um hvert átti að fara. Vorum við nokkrir á því að kíkja á Vélsmiðjuna þrátt fyrir að ekki hafi náðst í Stymmorla. Það var hressandi að rölta svona ný mettur yfir á Vélsmiðjuna. Við settum okkur í samband við Dóra og Steina og voru þeir þá komnir á Vélsmiðjuna. Er við komum á Vélsmiðjuna var Adólf og Svenni komnin þar á undan okkur. Skrýtið dæmi það. Þar inni var lið sem við könnuðumst við frá úr fjallinu og jafnvel líka annars staðar frá. Hvað um það. Við nýttum okkur óspart tilboðið á barnaum.
Svo kom miðnætti og þá rann upp stór stund í lífi lítils Stebbaling. Þann dag náði lítill og saklaus Stebbalingur að fylla fulla, þá meina ég blindfulla, 3.áratugina. Kem fram þökkum til þeirra sem komu með ammæliskveðjur og gáfu ammælisbjóra. Hinir geta farið þar sem sólin aldrei skín. Hvað um það. Rúnar Þór tók mas ammælissönginn.
Eftir Vélsmiðjuna lá leiðin yfir á Amor þar sem tjúttað var á golfum og reynt að klæða suma úr brókunum. Þetta var ágætis gaman. Svo var farið yfir á Lessukaffi og það var líka fínt. Svona ef óminnisnegrinn er ekki að hrella menn um of. Það var svo komið heim í íbúð einhvern tíma um morgnuninn.
Undirritaður vaknaði svo rétt eftir hádegið er sms boð barst og var það ein ammæliskveðja. Er maður skrölti framúr til að fara að góna á formuluna og var þá Skáldið nýbúið að skila sér til forráðamanna. Eftir múluna var dottað í sofanum uns hungrið fór að segja til sín. Það var farið í hópferð á Subway og þar bátar verzlaðir. Notuð við líka ferðina til sækja Woffann hjá Dolla. Eftir að hafa gúffað í sig var farið að huga að brottför. Öllu var kastað ofan í töskur og bakpoka og þess á milli tekið á móti ammæliskveðjum í símanaum. Gaman að því. Hreingerningardeildin stóð sig alveg prýðilega. Eftir að hafa skilað af okkur lyklunum og tankað var loks hægt að taka stefnuna á borg óttans. Við tók steindauður þjóðvegaakstur. Er svo í Húnavatnssýslu var komið og búnir að keyra Langa(leiðinlega)dal þá var fólk e-ð að misskilja viðskiptabannið sem er á Blönduós en sumir þurftu víst nauðsynlega að pizza en annað var ekki leyft. Áfram var svo haldið og komið við í Staðarskála þar sem fólk fékk sér sveittann þjóðvegamat. Áfram var svo haldið og í gegnum göngin. Gvandala-Gústala var svo tekin upp á hinum góða stað KFC í Mósó. En af heilsufarsástæðum keyrði Justa Woffann í bæinn. Við komum svo í Breiðholtið um 22:00 eftir frábæra helgi. Þar endaði skíða- og menningarferð V.Í.N árið 2006. Silldarferð og vill skýrluhöfundur þakka samferðarfólki sínu fyrir helgina og öllum þeim það V.Í.N. hitti þarna fyrir norðan um helgina. Þá þakkar litli Stebbalingurinn öllum þeim sem sendu honum hugheilar ammæliskveðjur þann 19.marz sl hinir sem ekki gjörðu slíkt geta hoppað upp í það þar sem sólin aldrei skín.
Kv
Skíðadeildin í samstarfi við menningarelítuna
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!