Jæja, lesendur góðir! Þá er komið að lista þessara viku um alla þá sem skráð hafa sig til þátttöku í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Það hafa ekki orðið miklar breytingar frá því síðast. Eiginlega bara engar. Samt eru nokkrar ófromlegar beðnir komnar og eru þær í athugun en þó er beðið eftir formlegri umsókn.
Rétt eins og glöggir áskrifendur vita þá var farin um síðustu helgi fyrsta undirbúnings-og eftirlitsferð. Sú ferð heppnaðist betur heldur vel og er svo sannarlega góður fyrirvari á því sem koma skal. Ítarleg undirbúnings-og eftirlitsskýrzla mun birtast innan tíðar.
Það er svo fyrirhuguð önnur undirbúnings-og eftirlitsferð eftir ekki svo langan tíma og alltaf er þörf á fólki til að sinna undirbúningi o.þ.h. Meira um það síðar.
Nú er nóg komið að bulli og hér kemur listinn góði
Fólk:
Stebbi Twist
VJ
Jarlaskáldið
Haffi
Adólf
Maggi Brabra
Frú Andrésson
Andrés Þór
Stóri Stúfur
(S)Auður
Svenson
Hrönnsla
Hubner
Óli Explorer
Jeepar og farartæki:
Willy
Hispi
Lilli
Sigurbjörn
Barbí
MonteNegro
Bronson
Framsóknarflokkurinn
Jeepinn
Explorer
Svo sannarlega glæsilegur listi og það er ekki orðið of seint að bæta sér inn á hann. Ekki vera feimin heldur tjáið ykkar umsókn í athugasemdakerfinu.
Kv
Undirbúningsnemd Eftirlitsdeildar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!