miðvikudagur, mars 16, 2005

Rétt svona eins og glöggir lesendur hafa eflaust vitað síðustu átta mánuði þá stefnir úrvalsdeild V.Í.N. í skíðareisu til austurríska/ungverskakeisaradæmisins komandi laugardag eða þann 19.marz n.k. Það sem er líka merkilegt við þennan dag er að Stebbalingurinn mun þá verða 18.ára í 12.skiptið á ævi sinni. Fyrir þá sem verða svo óheppnir að geta ekki samfagnað Stebba Twist með að gefa honum eins og einn ammælisbjór á flugvallarknæpunni á Miðnesheiði í Sandgerðishrepp geta engu að síður glatt hans barnslega hjarta. Það má gera með að senda ammæliskveðju í símtæki með SMS-tækni. Hægt er senda slíkar kveðjur hér á síðunni og er tengill á slíkt hérna megin sem ég vil síður nefna, en það er ekki hægra megin, undir Stebbi Twist. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja senda slíka, skulu gjöra það á annað hvort Tudda-Tuð eða Öræfaóttann.

Góðar stundir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!