miðvikudagur, mars 23, 2005

Þá er besti skíðadagurinn, enn sem komið er, lokið. Nú er haldið upp á snilldina í rómantísku svítunni með bjór og Obstler.Nú kunna sjálfsagt einhverjir að spyrja sig: ,,Í hverju er þessi snilld fólgin?´´ Fyrir þá fáu lesendur sem ekki fengu sms í dag, þá var aðalmálið þyrluskíðun upp á Marmoladajökul. Þyrlan skilaði okkur upp í 3269 m.y.s. og síðan var rennsli niður í 1446 m.y.s og upp aftur. Síðan var dagurinn toppaður með uxahalapizzu. Bara gaman. Sorry fyrir Markús Örn að hafa hætt við og misst af þessu. Ýkt óheppinn.

Kveðja.
Úrvalshópur skíðadeildar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!