föstudagur, mars 25, 2005

Rétt eins og nokkrum sinum hefur komið fram þá svífur rómantíkin yfir vötnum í skíðareisu V.Í.N. í hinu rómantíska austurrísk-ungverska keisaradæmi. Þeir í rómantísku svítunni sem deila rúmi í rómantíkinni. Þannig er víst mál með ávexti að rómantíkin sveif í loftinu á miðvikudaginn, þá í orðins fyllstu, í þyrluferðinni. Í þeirri ferð dró Perrinn upp hringi og Katý játti honum. Við hér í rómantísku svítunni óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með þetta. Nú bíðum við bara eftir brúðhlaupinu. Fólk má giska hvað gert verður þá. Nóg um rómantík í bili a.m.k.

Dagurinn í gær, þá áttu sumir erfiðara með að vakna, líklegast e-ð sem við kemur miðvikudagskveldinu. Samt áttu menn almennt góðan dag þrátt fyrir að hópurinn hafi splittast aðeins. Engu að síðu góður dagur.

Í dag var svo farið til (Ford) Cortina til að stunda skíðaiðkun á söguslóðum þjóns hennar hátignar Bond, James Bond. Það er óhætt að segja að skyggni hafi verið fágætt. Hvað sem því líður þá getum við nú sagt það að við höfum komið til Cortina. Færið var nokkuð gott sem bjargaði því sem bjargað varð. Fínn dagur sem var svo toppaður með verzlun á kassa af nebbakonfekti.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!