miðvikudagur, maí 07, 2003

Eins og glöggir lesendur vita, þá eina hélst kvenkyns lesendur á aldrinum 18-22, fór undirbúningsnemd eftirlitsdeildar fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðar í sína fyrstu formlegu undirbúnings-og eftirlitsferð um síðustu helgi. Lagt var af stað út út bænum c.a kl:21:20 á flöskudagskvöld frá Esso á Ártúnshöfða. Þarna voru á ferðinni sérlega myndarlegir ungir karlmenn sem eiga erfitt með að standa undir staðalímynd femínista á Íslandi og sáu þann leik vænstan að bregða sér úr bænum til þess að ræða þessa staðalímynd sína og hvernig best sé að bregðast við þessum óraunhæfum kröfum femínista. Þeir sem þarna voru á ferðinni voru Stebbi Twist og Jarlaskáldið á Willy´s sem kominn er á inniskóna þ.e. 35´´, Maggi Brabra og nafni hans Blöndahl á HiLux 35´´ non diesel turbo botnlaust power. Leið okkar lá yfir Hellisheiði þar sem komin var hálka og einn tjónaður bíll út í kanti. Ekinn var þessi venjulega og leiðinlega leið uns komið var á Hvolsvöll. Þar var tankað, komst ég að því að Willy´s var ekkert bilaður og kominn í sína 20.lítra miðað við 17.lítra þegar Toggi keyrði Willy´s um páskana. Þarna var líka notað tækifærið og ein pylsa eða svo aflífuð á staðnum. Okkur til gleði og yndisauka var flokkurinn með fund á Hlíðarenda og var þar varaformaðurinn fremstur meðal jafninga gladdi þetta sérstaklega Arnór. Eftir pylsuna og smá spjall við Kidda rauða var okkur ekkert að vanbúnaði að halda áfram í Þórsmörkina. Þegar að Stóru-mörk var komið var eitthvað að lofti á hjólbörðum hleypt út í andrúmsloftið til að mýkja í. Brabrasonurinn beið með það þar til að hann var kominn af nýja vegspottanum. Ferðinn inn úr gekk svona frekar tíðindalaust fyrir sig uns komið var að Lóninu þá var sett í lokurnar. Það er óhætt að segja að lítið hafi verið í Lóninu náði ekki upp á felgu og áin nánast tær. Sama má segja um Steinholtsána. Hvannáin var djúp og kröpp en ekkert vandamál. Fram að Lóninu voru nánast allar sprænur þurrar. Það sem kom eina mest á óvart var að þar var snjóþekkja yfir öllu og þ.m.t. veginum samt ekkert sem kallaði á úrhleypingar. Þegar við komum í Bása þá komust við að því að skálinn var tómur og tóku þrír þá pólitísku ákvörðun að gista í skálanum meðan Maggi Brabra tjaldaði og þurfti að moka fyrir grunninum. Ekki var mikið um bjórdrykkju heldur meira sötruðu menn og spjölluð um lífsins gagn og nauðsynar. Tjaldbúinn fékk svo lánað virt herratímarit úr bókasafni Willy´s.

Vaknað var á laugardagsmorgni fyrir allar aldir og hefðbundinn morgunstörf stunduð. Eftir morgunmat, morgunbæn og síðast enn ekki síst Muller´s morgunæfingar var ekið áleiðis að Gígjökli þar sem stunda átti ísklifur. Þangað var komið á hádegi og haft var samband við Togga og voru þau þá stödd á Hellu sem kom okkur á óvart miðað við hvað Vignir hafði verið að stunda kvöldið áður. Eftir að hafa græjað okkur var arkað að Gígjökli. Á leið okkar var flugvélabrak og varð þar undirritaður spangólandi af einhverju sem ég ætla ekki að fara nánar út í hérna. Eftir að hafa loks fundið sprungu sem virtist hæf til ísklifur voru tryggingar gerðar og sigið niður. Svo var ísklifur stundað af miklum eldmóð það sem eftir var dags. Þarna ríkti bongóblíða var sem það hefði vorað snemma þetta haustið. Einhvern tíma birtist svo hitt liðið sem ætlaði að koma á laugardeginum. Voru þar á ferðinni Toggi, Vignir og Alda á Datsun Patrol á 38´´. Komu þau til okkar og hófu sum þeirra ísklifur af miklum móð. Þegar það fór að snjóa á okkur var kominn tími til að hætta sem og við gerðum. Þegar að bílunum var komið og menn að gera sig klára fyrir brottför birtist þá ekki Elli útgangur og Ralli Jói. Eftir smá spjall við þá kappa fórum við í samfloti inn í Langadal. Þarna var Willy´s á milli 4 grútarbrennara og við Nóri að kafna úr lýsislykt. Ekki er hægt að segja að mikið hafi árnar bætt í sig og minna var í Krossá núna enn um páskana. Ekki var mikið stuð í Langadal bara eitthvað fólk frá Furðufélaginu í vinnuferð. Þarna var okkur ekki til setunar boðið og nú var ekkert annað í stöðunni nema skella sér yfir í (Blaut)Bolagil. Á leiðinni yfir fór maður aðeins að leika sér í smá vatnasulli í Krossá enda ekkert teljandi vatn í henni. (Blaut)Bolagil tók vel á móti okkur að vanda. Bekkurinn var ennþá á sínum stað og undirbúningsströf eftirlitsdeildar voru þarna stundaðar í gríð og erg. Kamarinn var á sínum stað og var hann nú loks festur á filmu. Ekki voru teknar fallprufarnir á kamrinum í þetta skiptið enda var hélsta kamrafræðingi V.Í.N. ekki mál að gera stórt þarna á þessum stað og þessum tímapunkti. Þegar að brottför var komið úr (Blaut)Bolagili var brugðið á það ráð að keyra yfir Krossáreyranar og koma beint inn í Bása. Þar þessi leið skemmtileg tilbreyting þrátt fyrir að hún hafi verið seinfarin. Þegar inn í Bása var komið var rallað að skálanum. Þar voru mættir þeir Elli útgangur og Ralli Jói og sögðust hafa stytt sér leið frá (Blaut)Bolagili yfir í Bása. Best er að fara ekkert út í það hvar og hvernig þeir styttu sér leið því það varðar við lög og ekki yrði Kolbrún Halldórs sátt við það. Nóg um það. Eftir að inn í Bása var komið þá var kominn tími á að fá sér bjór og mikið smakkaðist hann vel. Heldur var ekkert að vanbúnaði að fara að fíra upp í grillinu og skella jarðeplum á grillið. Ég vil benda á skemmtilega sögu af lambatvírifjum hjá Arnóri. Ég, Arnór og Vignir nyttum okkur svo grillið og kolin sem skálaverðirnir skildu eftir handa okkur því við nenntum ekki að bíða eftir plássi á grillinu hjá Magga Brabra. Eftir kvöldmat tók svo við bjórdrykkja, spjall og efling menningartengsla milli V.Í.N. og Hollands. Menn enduðu svo missnemma eða seint í koju þetta laugardagskvöld.


Menn risu missnemma úr rekju á sunnudagsmorguninn. Rennt var í Húsadal og ekki var Krossá mikil þrátt fyrir að sumir hefðu farið' yfir á vitlausu vaði. Við komum líka við í Merkurkeri og ekki var stuð á mönnum að vaða gilið inn á keri heldur ákveðið að bíða með það þanngað til veður yrði hlýra. Við Seljalandsfoss var stopað og þar til gerðu lofti dælt í hjólbarða fákanna í boði Togga og fær hann þakkir hér með. Eftir loftdældir lá leið okkar á Seljavelli í þerri von að þar væri lessur í sundi. Þar sem sundlaugin var vatnslaus og lokuð varð okkur ekki að ósk okkar að hitta lessurnar úr Sálarmyndbandinu. Þær verða kannski á svæðinu um hvítasunnuhelgina. Fyrst svona fór fyrir sjóferð urðum við að láta okkur duga Seljavallalaug hin nýja með sínum HEITA potti. Þar voru stundaðir hefðbundnir boltaleikir. Eftir að hafa farið eftir þvottaleiðbeiningunum og fengið sér aðeins í svangin var ekið áleiðis til Hvolsvallar þar sem Willy fékk sinn skammt af orkuvökva. Þar var líka gerður stuttur stanz. Við rendum svo í bæinn um 18:00 og enduðum ferðina við Rauðavatn. Þar með lauk fyrstu formlegu ferð undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar með staðalímyndunarhóp V.Í.N.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!